Ræðumennska

Vikan byrjaði á kappræðu. Liðið okkar hafði betri málstaðinn sem gerði hinu liðinu erfitt uppdráttar. Umræðuefnið um hvort að ábyrgð aðgerðargreiningarfræðingsins sé að uppfylla þarfir kúnnans án tillits til annarra afleiðinga. Þetta gekk ágætlega hjá okkur en hefði getað verið betra með meiri undirbúningi. Vikan hefur litast af þessari kappræðu... hausinn á mér vill oft fara af stað t.d. þegar ég geng heim úr skólanum um allt það sem ég hefði getað sagt. Ég fengi nú ekki hátt á EQ skalanum með þessu áframhaldi.
Ég fékk samt ekki nærri því góða spurningu úr sal einsog þegar ég hélt tölu yfir slökkviliðinu á starfsdögum á Nesjavöllum. Ég var að lýsa fyrir þeim einu af þeim verkefnum sem voru á minni könnu. Þetta var voða “fancy” með ýmsum orðum á borð við “vísindalegri stjórnun” og “þarfagreiningu”. Þetta var allt um það að ná mælanlegum niðurstöðum um árangur í því skyni að bæta þjónustuna.
Þá spurði einn dottandi slökkviliðsmaður úr sal:
“Já en Sylvía ég skil ekki alveg ætlaru að gera þarmagreiningu á sjúklingunum eða slökkviliðsmönnunum sjálfum til að ná skjótari þjónustu?”
Á morgun á ég pantaðan tíma hjá einum helsta lófalesara Breta það kæmi mér nú ekki á óvart að ég væri með ræðu(ó)mennsku línuna einhverstaðar í lófanum mínum.