þriðjudagur, júlí 04, 2006

Vitiði hvað: Hundurinn okkar át bloggið :o

Sumarið í London hefur verið það heitasta í áraraðir. Við innisetufólk höfum því fjárfest í viftu og förum í kaldar sturtur inn á milli stífrar lestrarsetu. Þó höfum við þurft að gefa óþreyjufullnum Íslendingnum sem býr innra með okkur útrás fyrir sólareirðaleysið og gert okkur ferð á ströndina, Brighton og Whitstable.

Jógúrtmeðferðir og smyrsli hafa verið iðkaðar af miklum krafti í þeirri von að umræddur bloggari (ef ég telst sem slíkur sökum einstakrar leti í bloggheimum síðasl. vikur) verði trúverðugur í hópavinnu á “Office space” skrifstofunni í þeim ágæta bæ Swindon á fimmtudag. Annars gengur ágætlega að vinna í verkefninu þrátt fyrir afleitri hjálp frá mbl.is/fasteignir, HM og veðurguðunum.

Með hækkandi sól í lofti hefur ferðastraumur til London aukist og fengum við góðan vin í heimsókn. Kolli kom frá Uxnafurðu og hrisstum við af honum lestrargrímuna í rússíbana og Depeche Mode tónleikum. Þóru Kristínu var samt sárlega saknað og hálfgerður skandall að hún hafi ekki verið með í för. Mæli ég með ástarsögunni hennar sem var frumflutt í útvarpinu síðustu helgi sem er á blogginu hennar.

Myndir frá síðustu dögum:


Kjartan sýndi það karlmannlega afrek að vinna þennan höfrung handa mér.


Kjartan fyrir framan höll í Brighton.

Þennan glæsilega samfesting litum við augum á ferðalagi okkar um Notting Hill þvílík fegurð. Hann kostaði 95 pund og ef við hefðum verið með það á okkur hefðum við án efa fjárfest í honum.


Þéttir tónleikar, án efa á topp 3 listanum.


Fengum okkur gott að borða í góðum félagskap.

2 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Velkomin aftur :D

Höfrungur! Það er naumast! Hvurslags karlmannlega keppni vann Kjartaninn?

Samfestingurinn er nottlega stórglæsilegur og finnst mér hann tilvalinn sem keppnisbúningur Saumavélarinnar í róðrakeppnum framtíðarinnar.

Hvað verðiði annars lengi í Rondon í viðbót?

7:52 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Við verðum þar til í byrjun september...þá flytjum við til Íslands á Tómasarhaga 45:)

Kjartan vann 15 sjómenn í sjómann:)

4:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home