miðvikudagur, maí 17, 2006

Atvinnuviðtal.

Atvinnuviðtal er viðburður sem fólk gengur ekki til af fullri yfirvegun nema það hafi alls engan áhuga fyrir því starfi sem í boði er.

Síðastnefndar aðstæður eru örugglega ekki algengar. Þær gætu þó komið fyrir fólk sem hefur kosið sér það sérkennilega hlutskipti í lífinu að vera hengilmænur og ákveðið að helga líf sitt stöðugri leit að löglegri afsökun fyrir áframhaldandi greiðslu atvinnuleysisbóta.

Ljóst er að hagkerfið mun verða fyrir verulegum skakkaföllum þann dag sem meiri eftirspurn verður eftir hlutverki hengilmænunnar en launaþrælsins. Verður þá væntanlega stutt í þá samfélagsskipan sem stór hluti heldur áfram að vera hengilmænur en aðrir verða einfaldlega þrælar án þess að laun komi þar nokkuð við sögu (sbr. sögu Rómarveldis).

Í ljósi ofangreinds léttir mér alltaf þegar ég sé fólk hafa fyrir því að verða sér úti um heiðarlega vinnu. Hér í Bretlandi hafa fjölmiðlar t.d. verið undirlagðir af fréttum um Hr. Goma nokkurn sem mun hafa sótt um vinnu sem kerfisfræðingur hjá BBC.

Fyrir röð mistaka var Hr. Goma hins vegar látinn sitja fyrir svörum í beinni útsendingu í viðskiptaþætti BBC um vörumerkjadeilur Apple tölvurisans og útgáfufyrirtækis Bítlanna. Að sögn Hr. Goma taldi hann þetta vera hluta af atvinnuviðtalinu og bar sig furðu mannalega þót þetta kæmi honum augljóslega á óvart. Myndbandið af þessu verða allir að sjá.

7 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Snilldarmyndband. Hann hlýtur að hafa fengið einhverja vinnu hjá BBC.

3:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta myndbrot er bara það fyndnasta sem ég hef séð lengi!!!

En mbl.is segir manninn vera leigubílstjóra sem hafði verið staddur á svæðinu til að sækja næsta farþega. Sjá hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1201303

Skyldi Mogginn ljúga? Við verðum að komast að hinu sanna á málinu!!!

6:00 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já haugalýgi í mogganum...svipað gerðist við leigubílstjóra einhverntímann í den...

...þetta er í hverju blaðinu á fætur öðru hérna í lundúnum...maðurinn var kerfisfræðingur með keimlíkt ef ekki sama fornafn og sá sem átti að fara í viðtalið...

...það er greinilegt að mogginn er eitthvað að klikka...svo bregðast krosstré...

...menn eru að spá því að ef gaurinn nær sér í góðan agent þá gæti hann orðið hit celebrity i um rúma 6 mánuði...

6:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Djö ... nú segi ég bara upp áskriftinni!!!
En Guy er góður engu að síður!

10:00 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

já ótrúlegt hvað hann nær að krafla sig áfram...meira að segja gæinn sem tekur við honum vitnar í hann...

"já einsog við heyrðum þarna þá er þetta mikið sjokk"....

magnað

2:34 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730
uggs outlet
moncler outlet
pandora
polo ralph lauren outlet
kate spade outlet online
mbt shoes
christian louboutin shoes
dsquared
christian louboutin shoes
cheap nba jerseys









1:40 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

adidas nmd r1
yeezy boost 700
yeezy boost
adidas tubular
hermes belt
polo ralph lauren
ferragamo belts
yeezy shoes
kate spade handbags
valentino shoes

11:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home