þriðjudagur, maí 16, 2006

Að útrétta

Það er eins gott að drífa sig að klára þetta próf svo maður geti farið að snúa sér að þessu. En þetta vandamál verður viðfangsefni mitt í mastersverkefninu í sumar.

Við sitjum hérna og lærum undir nöldursræðu nágranna okkar á pólsku. Mikið hvað hún getur baðað út höndunum þegar hún talar, sé rétt í hendurnar á bakvið gardínurnar. Kjartan hefur nú sett á lagið always look on the bright side of life.

Í pottunum er hakk að malla, það er víst galdurinn á bak við hakk og spagettí að láta þetta malla sem lengst. Við vorum vakin kl 6 í morgun þegar brunabjallan fór í gang. Hún fer mjög oft í gang hérna í International Hall. Við fórum út á gang og hittum nágranna okkar þar Chris og Reto, þau voru ekkert sérlega sæl á svipin frekar en við.



Jæja, best að drífa sig að læra svo maður getur farið að byrja á verkefninu. Annars er ég að koma ein mín liðs til landsins í lok mánaðarins til þess að útrétta. Aðallega að spá og spekúlera í nýjum húsakynnum fyrir okkur hjónaleysin, skilyrði fyrir íbúð eru: ekki of langt frá miðbænum, gott eldhús og baðkar. Vitið þið um eitthvað?