sunnudagur, apríl 30, 2006

...og tíminn svo lengi að líða...


Það er kvikindislegt hvað tíminn líður hratt alls staðar annarstaðar en á hlaupabrettinu. Tíminn frá því að maður segir við sjálfan sig ,,jæja, nú er komið nóg ég hleyp í þrjár mínútur í viðbót” og þangað til að maður er búin að hlaupa þessar þrjár mínútur reynist mér hvað lengstur að líða. Bara ef maður myndi ná þessu í ritgerðarskrifum, þá þyrfti ég svona c.a. klukkutíma fyrir hverja ritgerð.

Líkamsræktarkortin komu í hús í fyrradag okkur hjónaleysum til mikillar kátínu. Stífar setur fyrir framan tölvuskjáinn hafa gert það að verkum að stirðleikinn og eirðarleysið hefur risið upp úr öllu valdi.

Jæja, best að skella sér í sund.

4 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Er hægt að æfa eitthvað týpískt breskt í þessari líkamsræktarstöð?

Eins og krikket kannski??

8:24 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

hehe...ekki séð neitt krikket...hefði verið kúl.

Það eru samt vatnsleikfimitímar sem ég á enn eftir að prófa. Grunar að félagskapurinn í þeim tímum gæti verið skemmtilegur.

11:15 f.h.  
Blogger Nielsen sagði...

hmmm... já gamalmenni með blómasundhettur!

Þú myndir taka þig vel út í einni slíkri!!!

9:51 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

balenciaga
michael kors handbags
off white
fila disruptor
michael kors outlet
nike shoes
mlb jerseys
jordan shoes
michael kors outlet
nike air max

11:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home