miðvikudagur, apríl 19, 2006

Viðeigandi ávarp – lært af reynslunni


Hér í Bretlandi er mjög auðvelt að vera óviðeigandi gjörsamlega óafvitandi og ómeðvitað (þrjú ó). Nú hefur mér til dæmis verið kennt það hvurnig eigi að ávarpa lærifeður og- konur mínar. En sú kennsla var lærð af reynslunni (e. Learning by doing), en sú aðferð reynist oft hin áhrifaríkasta og þykir móðins í dag.

Ég semsagt sendi tölvupóst til kennarans “John Robert” (köllum hann bara það) þar sem ég ávarpaði hann, virðulega að mér fannst:

Dear Roberts”

Hann svaraði:
“Ask X. what happened when (s)he called me “Dear Roberts”.

Ég svaraði:
“I did not get hold on X. but I guess it should have been Dear Robert, I apologise”.

Ég náði í skottið á X. og komst að því að sá/sú hafði fengið langan póst með engu essi, svo þetta var líklegast rétt hjá mér. Ég skildi svo sem manninn þar sem mér er oft ruglað saman við einhverja Silvíu sem ég þekki ekki.

Hann svaraði svo:

"In fact, you wouldn't normally address me by my surname unless you were a male of my own age that I had been to school with, and even that is a bit old-fashioned nowadays. It can sound a bit rude otherwise.If you wish to be formal, it's title, then surname. So Mr X, Dr Y, Prof. Z. If informality is OK (which it is with me) then dear John would be normal. However, it's normally safer to be formal until invited to be informal. Some people will be upset by being addressed by their Christian name. If you wish to conduct a controlled experiment, try calling Dr Y by his surname and see what happens. Better still, persuade someone else to try it!"

Ég er enn að hugsa út í það. Afhverju tekur hann sérstaklega fram ”male” sem hann hafði verið í skóla með? Það er samt eitthvað sem segir mér það að það sé ekki viðeigandi að spyrja hann út í það.

Jæja, ég klikka ekki á þessu í framtíðinni.

4 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Þú skalt pottþétt spyrja hann um "male" athugasemdina hans!

Mér finnst það bara vera mjög svo í takt við hans stíl á þessum vefpósti sem hann sendi þér.

Hann gæti jafnvel haft gaman af því.

Hlakka til að heyra meira :D

10:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég lendi svooo oft í svona ávarpsvandræðum. Allra verst þegar maður skrifar bréf á erlendu tungumáli sem ekki er hægt að stíla á neinn sérstakan. "Dear people at Johnson & co." eða "Dear employee at Smith and sons" ... þeta er bara ekki að ganga!!!
En ég lendi samt oft í vandræðum með þetta á íslensku. Á maður að byrja bréf til kennara á ávarpinu kæri/kæra?! Er betra að segja Sæll/sæl og svo nafn viðkomandi? Yfirleitt leysi ég vandann bara með því að hringja í staðinn!!!

10:49 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

já einmitt og svo ef maður segir ...to whom it may concern hljómar eitthvað svo, nú ætla ég að senda bréf út í bláinn í von um að einhver taki það til sín.

Á tímabili á íslensku var það heil(l) og sæl(l) en veit ekki með það lengur...læði þvi stundum inn.

En svo er það að kveðja fólkið ég er ekki alveg að fíla þetta; kveðja, og svo nafn. Eitthvað svo hrikalega ópersónulegt og rútínulegt. Ég sá einu sinni kveðju sem var; Ást og virðing, nafn. Mér fannst hún mjög flott...svo kærleiksrík eitthvað.

1:32 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730

prada shoes
moncler uk
red bottom shoes
canada goose jackets
converse shoes
canada goose jackets
adidas yeezy
michael kors outlet online
canada goose
michael kors outlet








1:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home