miðvikudagur, apríl 12, 2006

Fish and Chips

Breskur matur hefur ekki verið efst á vinsældarlistanum hjá mér síðan við komum hingað. Ítalskur, indverskur, líbanskur, afrískur, brasilískur, kínverskur og tælenskur matur hafa haft vinninginn þegar við gerum okkur dagamun (hehemm) og förum út að borða.

Þó að ég geti einstöku sinnum gætt mér á bökuðum baunum þá hefði ég ekki beint kreivíng í bakaðar frá KFC.

Má ég þá frekar biðja um hrásalatið góða. Það er mjög auðvelt að verða háður svona hrásalati eftir að hafa borðað í Múlakaffismötuneyti í rúmt ár var ég farin að nota það á ALLT – meira að segja Taco.


Við fórum semsagt á einn af helstu fisk og frönsku stöðunum hér í borg til að snæða kvöldmatinn. Ég vil ekki vita hvað ég hef innbyrt mikið af feiti...frönskurnar voru nær því að vera brúnar en gular.

Hér sést Kjartan matgæðingur gæða sér á þessum lystissemdum.

Það er tvennt í breskri matarhefð sem slær í gegn. Fyrst er þá að nefna beikonið. Þeir kunna að framleiða alvöru beikon. Þóra Kristín á svo heiðurinn af því að kynna mig fyrir Sticky Toffee Pudding þegar hún kom í heimsókn fyrir skemmstu. Ég var tvístígandi í því að prófa þetta þrátt fyrir að Þóra eigi nú óflekkað orðspor þegar kemur að matargerð. En það er engin pudding eins og nafnið gefur til kynna heldur er volg karamellukaka þakin karamellusósu....mmm...held ég haldi mig bara þar...

3 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Jidúddamía!
Ég var að ljúka við kvöldmatinn minn, en þegar ég sér þessa karmellu/súkkulaðiklessu verð ég barasta sársvöng að nýju!
Namminamminamm...

3:18 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já það er sko alltaf pláss fyrir eina slíka...

...ég skal læra uppskrift af þessu og búa til handa þér næst þegar við hittumst og leggjumst yfir plönin:)

2:00 e.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

timberlands
kyrie 5
michael kors outlet
nike air max 2017
russell westbrook shoes
michael jordan shoes
air jordan
nike air max 95
nike basketball shoes
jordan shoes

11:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home