fimmtudagur, mars 23, 2006

Góður gestur.


Á þriðjudaginn urðu fagnaðarfundir þegar stóröðlingurinn og yfirbloggarinn Stefán Pálsson kom í heimsókn. Stefán hefur, eins og margir vita, verið einn af öflugustu andstæðingum herstöðvarinnar í Keflavík í áraraðir.

Stærstan hluta þess tíma hefðu menn líklega fengið góðan stuðul á Lengjunni ef þeir hefðu tippað á brottför hersins árið 2006. Líklega þarf að leita aftur til lýðveldisstofnunarinnar til að finna langþráðari pólitískan sigur á Íslandi.

Í gærkvöld fórum við Stefán, Sylvía og Árni á leik Chelsea og Newcastle á Stamford Bridge í vesturhluta borgarinnar. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Chelsea. Eftir það var fljótlega ljóst að leikmenn Newcastle hugsuðu sem að þarna væri ekki við menn að eiga. Bar frammistaða þeirra á vellinum því glöggt vitni.

Núna eru litlar vonir til þess yfirburðir Chelsea í enska boltanum réni. Lærdómurinn af hersetunni er þó sá að maður má aldrei gefast upp. Það er aldrei að vita nema Abrahamovitsj ákveði einn daginn að flytja liðið til Rússlands þar sem ekki verði þörf fyrir það lengur í London.




Sannarlega betri helmingurinn í okkar sambandi, ef stuðningur við fótboltalið er undanskilinn.

3 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið var nú leitt að félagi Stefán varð ekki vitni að hrakförum Stafnfurðubryggjumanna. Slíkt hefði verið afar kærkomið og aldrei að vita nema toppstykkið hefði sprungið hjá Mourinho.

7:28 f.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730

ray ban sunglasses
bottega
ugg boots clearance
uggs outlet
nike presto femme
oakley sunglasses wholesale
pandora jewelry
huaraches
nike huarache
polo ralph lauren outlet








1:33 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

yeezy shoes
yeezy boost
yeezy shoes
kobe 11
yeezy boost 350 v2
hermes belts for men
nike air max 97
golden goose
ralph lauren uk
michael kors handbags

11:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home