laugardagur, mars 04, 2006

Ian McKellen


Í gærkvöldi stóðum við Sylvía okkur að því að vorkenna Ian McKellen. Það er auðvitað enginn haldbær ástæða til að vorkenna Ian McKellen. Hann er örugglega einn allra besti leikari sinnar kynslóðar. Hann fær örugglega vel borgað og býr í fimm hæða viktoríönsku húsi í Limehouse við bakka Thames. Þá virðist hann líka hafa greitt úr þeim persónulegu vandamálum staðið gætu í vegi fyrir hamingju hans.

Í gær fann maður til með Ian McKellen einmitt vegna þess sem hann gerir best: að leika. Mér tókst með þrautseigju að næla okkur í tvo miða á verkið The Cut sem er sýnt hér 15 mínútna labb frá okkur í Donmar Warehouse, vörugeymslu sem hefur verið breytt hefur verið í lítið leikhús með um 300 sætum. Okkar voru í röð 2, nánast uppi á sviði með Sir Ian.

Það segir líklega sitt um Sir Ian að karakterinn sem hann lék var hreinn viðbjóður sem starfaði sem einhvers konar pyntingameistari í alræðisríki framtíðarinnar. Sir Ian átti alla okkar samúð út sýninguna, enda leið honum ekki beinlínis vel þegar hann kom heim úr vinnunni til fjölskyldunnar.

Mig langar aftur. Eitthvað segir mér samt að maður eigi ekki að fara tvisvar á sama verkið um pyntingar og óhugnanleg leyndarmál.

0 Innlegg:

Skrifa ummæli

<< Home