laugardagur, febrúar 18, 2006

Ræðumennska



Vikan byrjaði á kappræðu. Liðið okkar hafði betri málstaðinn sem gerði hinu liðinu erfitt uppdráttar. Umræðuefnið um hvort að ábyrgð aðgerðargreiningarfræðingsins sé að uppfylla þarfir kúnnans án tillits til annarra afleiðinga. Þetta gekk ágætlega hjá okkur en hefði getað verið betra með meiri undirbúningi. Vikan hefur litast af þessari kappræðu... hausinn á mér vill oft fara af stað t.d. þegar ég geng heim úr skólanum um allt það sem ég hefði getað sagt. Ég fengi nú ekki hátt á EQ skalanum með þessu áframhaldi.

Ég fékk samt ekki nærri því góða spurningu úr sal einsog þegar ég hélt tölu yfir slökkviliðinu á starfsdögum á Nesjavöllum. Ég var að lýsa fyrir þeim einu af þeim verkefnum sem voru á minni könnu. Þetta var voða “fancy” með ýmsum orðum á borð við “vísindalegri stjórnun” og “þarfagreiningu”. Þetta var allt um það að ná mælanlegum niðurstöðum um árangur í því skyni að bæta þjónustuna.

Þá spurði einn dottandi slökkviliðsmaður úr sal:
“Já en Sylvía ég skil ekki alveg ætlaru að gera þarmagreiningu á sjúklingunum eða slökkviliðsmönnunum sjálfum til að ná skjótari þjónustu?”

Á morgun á ég pantaðan tíma hjá einum helsta lófalesara Breta það kæmi mér nú ekki á óvart að ég væri með ræðu(ó)mennsku línuna einhverstaðar í lófanum mínum.

3 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Sylvían mín, mig langaði svo að koma og heimsækja ykkur á leiðinni heim, en... eftir hin stórkostlega löngu rútuferðir, lestarferðir og flugferðir... langaði mig bara heim í kotið mitt.
Hafði einmitt hugsað mér að kíkja á ykkur á leiðinni til Tokyo, en það virðist ekki vera hægt því sendiráðið sér um flugið fyrir mig og ég fæ það ei ókeypis ef ég ætla eitthvað að heimsækja fólk...

En!!! Þá verður ljúfan mín bara að hasta för sinni til Japans, ekki satt??? Ég bíð ykkar skötuhjúana með mikilli spennu.

Knúsípús :D

10:34 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

HEHE ekki spurning við mætum!! Leyfi þér að koma þér fyrir fyrst. Skil vel að rútuferðirnar taki sinn toll. Er með tveimur indverjum hér í skólanum sem hafa lýst þessum rútuferðum fyrir mér og eru ákaflega stoltir af því að Volvo rútur séu að finna á Indlandi.

1:41 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Ef maður ætlar að ferðast með "class" í Indlandi, þá ferðast maður með Volvo-rútum.

Þá er gæða-Bollywood mynd í sjónvarpinu og maður fær vatn og snakk!!!

Svakalega fínt, en því miður fékk ég aðeins einu sinni að ferðast með þessum stíl því það er hundrað sinnum dýrara en venjuleg rúta (reyndar þarf maður þá að vera tilbúin að fá kvef og marbletti - já, og að sæta sífelldum áreitnum, kynferðislegum sem og öðrum)

Knúsípús!

11:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home