laugardagur, janúar 28, 2006

Dauður kokkur í eldhúsinu.


Afmælisdegi mömmu var fagnað á veitingastaðnum Passione við Charlotte-Street hér í London. Ef lesendur þessarar síðu þurfa einhvern tíma að velja á milli þess að fara út að borða eða í leikhús hér í stórborginni skal á það bent að sú leiksýning þarf að geta staðið undir miklum væntingum ef hún á að vera upplifun á við kvöldmat á þessum veitingastað. Ég mun örugglega alltaf minnast Passione sem staðarins þar sem ég smakkaði tiramisuið sem öll tiramisu ævi minnar voru borin saman við eftir það.

Mamma, pabbi og Sylvía voru reyndar ekki jafnlánsöm með panna cotta sem þau fengu: Það hafði greinilega verið notað of mikið matarlím í það.

Sylvía lét nægja að spyrja yfirþjónninn hvort þetta ætti að vera svona. ,,Of course not, madame!” Hann tók réttina umsvifalaust og fór með þá niður í eldhús.

Að því búnu kom hann aftur, bað margfaldlega afsökunar og bætti svo við með rammítölskum hreim: ,,There is one pastry chef dead in the kitchen now.”

Í fimm sekúndur hélt ég að yfirþjóninum væri full alvara.

3 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ef það er eitthvað sem ég elska meira en unaðslegir eftirréttir þá eru það kaldhæðnir þjónar!!!
Mig langar til London!!!!!!!!!!!

2:41 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Kondu bara! ...og ekki gleyma gullskónum. Það jafnast ekkert á við það að spóka sig um götur lúndúna í gullskóm;)

Svo eru líka dýragarðar og ýmislegt skemmtilegt fyrir börnin ef þau vildu bætast í hópinn.

2:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bwahaha... dauður kokkur! Hahaha... ég verð greinilega að fara þarna næst þegar ég kemst til London... sem guð má vita hvenær verður héðan af ;)

LUW
Þorbjörg

4:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home