fimmtudagur, janúar 12, 2006

Neyðarkall.


Ég er í nauðum staddur. Hinn 8. mars næstkomandi mun knattspyrnuliðið Real Madrid koma til London og spila við hverfisliðið mitt Arsenal í meistaradeildinni. Eitt helsta takmark mitt í lífinu þessa dagana er að komast á þennan leik.

Það er hérna sem neyð mín gerir vart við sig. Uppselt er á leikinn hér í London og miðarnir kosta minnst 45.000 krónur stykkið á svörtu. Strangt til tekið myndu fjárráð mín leyfa þessa eyðslu. Skynsemi mín og siðferðiskennd banna hana hins vegar.

Mér hefur í gegnum þrautseigju og útsjónarsemi tekist að útvega mér miða á leikinn gegnum spænska skrifstofu á hóflegu verði. Vandinn er: Ég verð að láta senda miðann á heimilisfang á Spáni.

Nú er spurningin: Er einhver lesandi þessarar síðu sem getur bent mér á einhvern sem býr á Spáni og nennir að senda mér miðann til London? Hægt er að svara í kommentakerfið eða senda mér tölvupóst á K.Bjorgvinsson@lse.ac.uk.

Ef svo er fengi viðkomandi að launum frá mér rauðvínsflösku og ævarandi þakkarskuld.

4 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bíddu rétt aðeins; ég þarf að toga í nokkra spotta, og þú færð upplýsingar um hæl. Ég held að ég geti þetta. Kv, Viðar

9:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú verður að komast á þennan leik (þó að þetta sé Arsenal). Vonandi reddast þetta.
Kv. Erla Kristín.

4:05 e.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Kæra Sóley,

Þetta er nú alger snilld! Ég myndi gjarnan þiggja að fá að senda miðana til þín. Ég borga þér síðan kostnaðinn af því að senda þá til mín og þú átt inni hjá mér rauðvínsflösku og ævilanga þakkarskuld.

Með bestu kveðju frá London,

Kjartan

5:11 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Heil og sæl Sóley. Gaman að heyra frá þér. Kjartan mun örugglega freistast til að taka þessu heita tilboði þínu ef ég þekki hann rétt.

Til hamingju með nýju íbúðina!!!

5:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home