þriðjudagur, desember 20, 2005

Jólasveinninn.


Mér skilst að einhver hafi birt þá flugufregn heima að jólasveinninn sé ekki til. Áður en þessi kviksaga skýtur rótum er rétt að taka fram eftirfarandi:

Jólasveinninn (Father Christmas) er þessa dagana staddur í leikfangaversluninni Hamleys við Regent Street í London. Þar var hann í allan dag og verður líka á morgun.

Jólasveinninn er til viðtals gegn 10 punda greiðslu til verslunarinnar. Það er væntanlega nokkurs konar umsýsluþóknun. Fyrir 20 pund er hægt að fá morgunverð með jólasveininum.

Þar sem ég stóð við anddyri jólasveinaherbergisins heyrði ég lagið ,,Is there Something I Should Know?” með Duran Duran. Betri einkennissöng fyrir jólasveininn er ekki hægt að hugsa sér.

4 Innlegg:

Blogger Fjola sagði...

Ég átti allaf eftir að gefa svar á móti í "Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..." En hér kemur það loks :).
1)Mér finnst þú einstök. T.d. aldrei kynnst neinni sem er jafn hugmyndarík og þú, hugmyndirnar flæða hreint :).
2)Lucky með Birtney
3)Ekki spurning geggjuðu pizzurnar þínar.
4)Þegar þú bjargaðir lífi mínu í VR 2 sumarið 2002 með því að blanda geði við mig annars hefði ég orðið hnetukassi ;).
5)Litinn hvolp, þeir eru alltaf svo ljúfir og góðir og gera ekki mannamun.
6)If you want to be happy for the rest your life never make a pretty woman your wife so for my personal point of view get an ugly girl to marry you... ;)
7)hmmm … ætlið þið flytja heim að námi loknu? (er svo sem ekki búin að pæla í þessu lengi ;))

12:50 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já þessa stundina er Ísland besta land í heimi!!!

Gott ad vera komin...

Eigum við ekki að hafa saumó?

7:29 e.h.  
Blogger Mæja sagði...

Mig langaði bara að óska ykkur gleðilegra jóla, krakkar mínir. Og lengi lifi jólasveinninn :)

11:41 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730

ray ban sunglasses
bottega
ugg boots clearance
uggs outlet
nike presto femme
oakley sunglasses wholesale
pandora jewelry
huaraches
nike huarache
polo ralph lauren outlet








1:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home