mánudagur, desember 19, 2005

Bíræfni 2.

Við erum stödd í leikhúsi. Aðalleikarinn í sýningunni á Sölumaður deyr er að fara með magnaða einræðu. Þá hringir skyndilega sími framarlega í leikhúsinu. Leikarinn þagnar. Síminn heldur áfram að hringja. Hringitónninn er viðlagið úr Golddigger með Kanye West.

Eftir fjórar hringingar er loksins svarað í símann.

Áhorfandi: ,,Halló.”

(Þögnin sem færst hefur yfir salinn virðist aukast enn. Leikarinn horfir í átt til áhorfandans og er greinilega farinn úr karakter. Samtal áhorfandans við símavin sinn heyrist nú greinilega í salnum.)

Áhorfandi: ,,Aha….Einmitt. Skil þig.–
- Heyrðu má ég hringja í þig aftur á eftir? Ég á svolítið erfitt með að tala – ég er nefnilega í leikhúsi.”

(Undrunin eykst meðal áhorfenda sem og ískaldur hneykslunarsvipurinn á aðalleikaranum):

Áhorfandi: ,,Sölumaður deyr....Sýningin? – Æi….Ekkert spes svosem.”

4 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Plís segðu mér að þetta séu einhverjar fabúlasjónir upp úr þér?!!!

4:29 e.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Þetta er hvort tveggja í senn: Skáldskapur og framtíðarsýn. Ef ekkert verður að gert á þetta eftir að gerast fljótlega.

Reyndar hafa mörg leikhús í London tekið upp á því að setja upp kerfi sem lokar á netsambandið. Væntantlega m.a. til að hlífa leikurum við leikhúsgagnrýni á vettvangi.

1:49 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Tetta er alveg serindverskt fyrirbaeri.
Her gera allir tetta.
Og - Indverjar eru talsvert margir i London

7:42 f.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730

air max 90
pandora charms
louboutin shoes
adidas ultra boost
adidas yeezy
ray ban eyeglasses
nike blazer
oakley sunglasses
off white jordan 1
christian louboutin outlet








1:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home