mánudagur, desember 12, 2005

OR álfur í heimspekipartýi.

Einn af kúrsunum mínum er samsettur úr fjórum valkúrsum. Einn valkúrsinn snýr að tengingu hagfræði og OR (því sem ég er að læra) kenndur af heldri hagfræðingi við heimspekideildina. Hann er einn af þeim kennurum sem getur sett flókið efni eins og t.d. leikjafræði fram á einfaldan hátt. Við byrjuðum rúmlega 60 í tímunum hans en þegar leið á veturinn voru við fimm. Á fimmtudaginn bauð hann okkur í jólaboð ásamt heimspekideildinni. Ég og Ísak mættum.

Þegar við komum inn tóku þjónar á móti okkur. Ekki bara einn heldur tveir. Sem betur fer hafði ég farið í jólafötin. Við gengum á efri hæðina þar sem barinn var og þar var píanóisti sem lék undir samræðum. Við Ísak vorum þau einu úr OR deildinni og hitt fólkið voru starfsmenn heimspekideildarinnar eða doktorsnemar.

Við Ísak fórum að skoða okkur um húsið svona til að hafa eitthvað að gera og tala um og okkur varð litið að viðurkenningarskjali sem hékk á veggnum. Ég bjóst við einhverju hefðbundu en þetta var staðfesting á því að kennarinn hafi farið í kringum jörðina í loftbelg. Mér hefur alltaf fundist loftbelgir tilheyra ævintýrum og fannst þetta heldur súrrealískt.

Ísak er frá Spáni og hófust samræður við breskan starfsmann um Spán og að það væri í raun þriðja heims ríki en samt gott að vera þar, Ísaki til mikillar armæðu. Hins vegar var maki starfsmannsinns sem kennir Public Health við UCL forvitinn um leið og ég sagðist koma frá Íslandi yfir gagnagrunnsmálinu. – Já, það eru ekki allir jafn fljótir að gleyma.

0 Innlegg:

Skrifa ummæli

<< Home