fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Steliþjófar út um allt eða bara lögmál Murphy´s

Þjófarnir gerðu fyrst vart við sig þegar við skötuhjúin fórum á mjög spennandi fyrirlestur um mannréttindi. Eftir fyrirlesturinn gengum við í gegnum skólalóðina og fengum tilboð um miðakaup í skandinavískt partý. Ég mundi að Sindri og fleira fólk sem ég þekki hérna ætlaði að skella sér svo við slógum til og keyptum miða. Við röltum í partýið en þegar þangað var komið þá vorum við ekki með miða heldur auglýsingar (flyer). Ekki það að upphæðin hafi verið mikil þá var ég nett fúl yfir því að hafa verið plötuð og það á eigin skólalóð.



Í dag athugaði ég stöðuna á heimabankanum mínum. Það tekur oftast smá tíma fyrir mig að mana mig upp í það. Með hugrekkið að vopni tékkaði ég meira að segja að visakortsstöðunni. Hún var há. Það furðulega var að nokkrar úttektir á því voru á Spáni. Þó að ég fegin vildi vera á Spáni, þá er ég í London og hef engin áform um að kaupa húsgögn upp á 1.473 evrur í Decora Hogar. Það kaldhæðnislega við þetta allt saman er að ég kæmi aldrei öllum þessum húsgögnum einu sinni fyrir í boxinu.

Jæja, ég fékk nett sjokk en ákvað að láta þetta ekki pirra mig of mikið ég hlyti að fá þetta leiðrétt einhvernveginn. Athugaði í fljótheitum hvort ég hefði fengið skemmtilegan póst svona til að ná mesta sjokkinu úr mér, meðan ég beið eftir því að hitta tutorinn minn. Fyrsti pósturinn sem ég las var um það að einhver steliþjófur hefði sett upp myndavélar við hraðbanka skólans í þeim tilgangi að ná númerum og kortum af fólki. Þar hef ég oft á tíðum notað debetkortið mitt. Nú þarf ég líka að skipta um það og plötuð aftur á sömu skólalóð. Mér finnst þessir steliþjófar heldur ósvífnir að stela af fátækum saklausum stúdentum.

Ég ákvað að þetta væri nóg dreif mig að hitta tutorinn og taka svo strætó heim. Það gat náttúrulega ekki gengið upp heldur. Maskínan sem selur strætómiðana át peningana mína. Ég fékk mér því ágætis göngutúr heim í boxið góða.

Murphy vakir yfir mér – þið hin njótið held hann sé fremur upptekinn;)

7 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

....ég ætla aldrei að fara frá Ísafirði........

8:39 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Silli tilli...gott að vita að við hin erum örugg...væri perfect ef einhver einn gæti bara séð um þetta alveg!

Er á fullu að skipuleggja heimsókn, verður stelpuhittingur í næstu viku að ræða dagsetningu og hverjir fara o.s.fr.

8:40 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

...enda er Ísafjörður besti bær í heimi!!!...

Vá hvað ég hlakka til að fá ykkur í heimsókn!

11:48 f.h.  
Blogger Fjola sagði...

úff ... þetta er ekki hressandi, þetta er nú meiri skólinn sem þið eruð í ;)

12:33 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Var samt að komast að því að viskortfærslan er frá Noregi. Flottu hóteli í Noregi...maður er hvergi óhultur.

12:40 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Tetta var ta einn af hinum alraemdu "Norsk Stjalitjov"!

7:21 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

golden goose outlet
fila sneakers
jordan shoes
yeezy boost 350
goyard handbags
supreme hoodie
louboutin shoes
100% real jordans for cheap
reebok shoes
yeezy boost 350

11:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home