föstudagur, nóvember 11, 2005

Glæpakvendið og dekruðu námsmennirnir

Í gær var ég vitleysingurinn sem allir á International Hall (fólkið í hinum boxunum) hugsuðu óhlýtt til. Það kom mér verulega á óvart að hikstinn var enginn meðan ég óafvitandi rændi hina námsmennina internetinu í heila fjóra klukkutíma. Illa gert.

Glæpurinn fólst í því að ég tengdi router við internetið svo við Kjartan gætum verið bæði á internetinu í einu. Það er víst baneitrað athæfi. Núna er búið að loka á okkur. Við erum úti í kuldanum og verðum það næstu 7 dagana.

Eftir að hafa verið gerð uppvís af glæpnum fórum við Kjartan á tónleika nr. 2 í þessari viku. Tracy Chapman var með snilldartónleika. Hún tók ný og gömul lög í bland. Ég þorði varla að gera mér vonir um að hún myndi taka Fast Car eða Sorry en hún var sko ekkert að bíða eftir uppklappi til þess að taka þessi lög heldur gerði það bara snemma á tónleikunum.

Daginn þar á undan fórum við á Sinead O´Connor. Hún var líka með snilldartónleika. Hún var í Reggae sveiflu. Ef hún hefði komið til Íslands með tónleika þá væru Hjálmar pörfekt upphitunarband.


Sem sagt tónleikatvenna fyrir dekruðu námsmennina.

7 Innlegg:

Blogger Sif sagði...

Þvílíkt tónleikastand á ykkur! Öfunda ykkur ekkert smá!

3:15 e.h.  
Blogger Gudny sagði...

ó vá hvað ég væri til í að vera að fara á alla þessa geggjuðu tónleika...tracy chapman hefur verið í uppáhaldi frá unglingsaldri

10:47 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já ég öfunda okkur líka... ;)

2:15 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já ég öfunda okkur líka... ;)

2:15 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Frabaert :)

1:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Minnir mig a ad eg aetladi a Tracy Chapman i Edinborg, en se ad hun var her i sidustu viku...
Vid forum hins vegar a snilldartonleika med Sigur Ros, their voru mjog godir.

1:35 e.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Mikið hefði mig langað á Sigurrós líka hérna í London. Voru hins vegar sama kvöld og Tracy....

7:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home