laugardagur, október 15, 2005

Haldið framhjá.


Í dag gerðist það í fyrsta skipti að ég hélt framhjá. Það er nokkuð sem ég taldi mig aldrei eiga eftir gera. Ennþá óvæntara finnst mér að hafa gengið til verksins að fullkomlega yfirlögðu ráði og að Sylvía hafi mest hvatt mig til þess.

Með þessu hefur formlega verið bundinn endir á 15 ára trygglyndi mitt við Gísla V. Þórisson rakara á Hárlínunni að Snorrabraut 22 í Reykjavík. Fram að deginum í dag hafði hár mitt engra annarra skæra kennt en skæranna hans Gísla.

Góðu fréttirnar eru þær að ég hef sjaldan eða aldrei talið hár mitt jafn-mikla höfuðprýði og í dag. Marcus á hárgreiðslustofunni Compton í Covent Garden veit greinilega hvað hann syngur.

1 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Vaeriru nokkud til i ad posta mynd af vel snyrtum kollinum tinum Kjartan...?
Eg er einstaklega forvitin og spennt!!!

8:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home