þriðjudagur, október 04, 2005

Getur...

… einhver mér fróðari maður upplýst mig um hvort það sé sérstakur helgisiður í austrænum trúarbrögðum að fylgjast með þvottavélum að störfum?

Í hvert skipti sem ég bregð mér niður í þvottahús International Hall sé ég þar fólk af austurlenskum uppruna sem horfir raunamæddum en einbeittum augum á óhreina tauið sitt snúast í þvottavélinni.

Á vélinni stendur skýrum stöfum á vélinni að 35 mínútur séu eftir af þvottinum.

3 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Kannski er það svona undrandi yfir því að það séu alltaf 35 mínútur eftir af þvottinum, þótt það sé búið að sitja þarna í marga mánuði.

Kv.
Haffi.

10:59 f.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Eg get sko upplyst ykkur um tetta! Her i minu austurlandi, Indlandi (og tad er ju mikid af Indverjum i London) er tvottavel eitthvad sem forsetinn a, eda Bollywood stjornurnar.
Vid tvoum her ohreina tvottin okkar i hondunum, skrubbum og skrubbum tar til fotin fa got.
Tad hlytur tvi ad vera nett Jolastemning yfir tessum heimsoknum austurlandabuanna i tvottahus Lundunaborgar!

9:28 f.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Ég var farinn að hallast að tæknilegum skýringum Hafsteins þegar nýr vinkill kemur á málið úr kviku austurlenskrar menningar.

Nú veit ég loksins hvað er á seyði í þvottahúsinu.

10:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home