þriðjudagur, september 27, 2005

Boxið 1.þáttur

Boxið tók stakkaskiptum í gær. Bóhemalífstíll boxins er liðinn undir lok. Þeir tveir lúxus hlutir heimilisins sem við Kjartan höfum dásamað er uppþvottavélin og sjónvarpið. Eins og sönnu boxi sæmir prýddi það hvorugur hluturinn. Hinsvegar var fjárfest í sjónvarpi í gær. Sjónvarpið keyptum við hjá indverjunum á horninu og fengum loftnet í kaupbæti. Indverjunum þótti mikið til tækisins koma þar sem það stillir sjálfvirkt inn sjónvarpsstöðvarnar sem og það gerði.

Síðan var haldið upp á sjónvarpið með ítölskum pizzum frá ítölunum á hinu horninu og horft á sjónvarpsþáttinn “Wife swap”. Eins og nafnið gefur til kynna snýst þátturinn um það að tvær eiginkonur skipta um fjölskyldu í tvær vikur. Þarna skiptu mótorhjóladama sem bjó í nokkurs konar kommúnu við heimavinnandi húsmóður sem vann 14 tíma á dag við að þrífa húsið sitt. Lærdómurinn sem húsmóðirin dróg af þessum vistaskiptum var sá að 14 tíma þrif á dag væru einmanaleg og leiðinleg. Hún breytti um lífstíl og fór að halda partý. Merkilegt nokk.