föstudagur, september 23, 2005

Ísland-London-Norge-London

Þá er ég komin í boxið og fundið smugu til þess að setjast niður og taka til við að blogga. Flutningarnir frá Íslandi til London gengu naumlega upp. Ég tek hjartanlega undir takk bloggið hans Kjartans hér að neðan. Við fengum viðurnefnið fólkið með kassanna þegar við vorum að reyna að troða síðustu kössunum í geymslur víðsvegar um borgina.

Við vorum ekki fyrr lent og búin að koma okkur fyrir í tíðræddu boxi þegar við lögðum af stað til Noregs. Það var nú soldið skrítin tilhugsun að hitta hálf-systur sínar í fyrsta skipti eftir 14 og 9 ár. Það var samt vel tekið á móti okkur og þetta var ekkert undarlegt heldur kósí og þæginleg stemming.

Ég tók tante Sylvíu hlutverkið mjög alvarlega. Það hófst formlega með því að ég fékk að lesa ævintýri á norsku fyrir Camillu (5 ára). Ég skildi ekki öll orðin sem ég las en áttaði mig á því í stórum dráttum út á hvað ævintýrið gekk. Ævintýrið var um hanska. Fyrst kom mús og hreiðraði sig um í hanskanum, svo villisvín og endaði ævintýrið á því að það voru 7 dýr sem bjuggu saman í þessum eina hanska. Mér þótti þetta ævintýri vel valið hjá henni Camillu og sá strax í hendi mér að það yrði auðvelt fyrir okkur að hýsa hana Guðný Indlandsfara í boxinu okkar þegar til London væri komið.

Tante Sylvía fór svo í sædýrasafn, spilaði fótbolta, borðaði pizzur og vatnsrennibrautagarð með allan barna skarann eins og sannri tante sæmir. Komst að því að við systurnar ættum í raun margt sameiginlegt… greinilega meira genetískt heldur en umhverfislegt…

Noregsferðinni lauk svo í Osló í góðu yfirlæti hjá Beredskapetaten. Þar komst ég endanlega að því að goðsögnin um nísku norðmanna væri í raun íronía.

Guðný mætti svo í boxið... fór til Indlands í morgun hugdirfskan þar á ferð.


börnin og tröllið


Systurnar


Tante Sylvía og Onkel Kjartan í faðmi barnaskarans


Hele familien


,,Slysið" Staetó fullur af hermönnum rekst á eiturefnabíl


Björgunarstörf í fullum gangi

4 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

10:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Komiði sæl. Gaman að heyra af ykkur. Vonandi skrifið þið sem oftast. Það er helst að frétta af þeim kössum sem ég fékk að geyma að í gær kláruðu þeir 10 metra ferlag sitt úr anddyrinu hjá mér, þar sem þið sáuð þá seinast, inn í geymslu. Þessi ferð tók þá bara örlítið lengri tíma en ykkur að fara Ísland-London-Norge- London. Rólegir í tíðinni þessir kassar! :-) Bestu kveðjur.

10:36 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Sömuleiðis gaman að heyra frá þér og kössunum. Gott að kössunum líði vel og séu lítið stressaðir. Þú segir bara til þegar þeir fara að fá heimþrá;)

11:05 f.h.  
Blogger 柯云 sagði...

2016-06-11keyun
ray ban outlet
kd 7 shoes
polo ralph lauren outlet
cheap oakley sunglasses
louis vuitton purses
timberland shoes
coach factory outlet online
burberry sale
hollister jeans
celine bags
abercrombie outlet
giuseppe zanotti sneakers
coach outlet clearance
adidas uk
air jordan shoes
coach outlet
nike sb janoski
michael kors handbags
oakley canada
adidas superstar
supra footwear
abercrombie and fitch
kids lebron shoes
ray ban sunglasses uk
michael kors outlet online
kobe shoes
louis vuitton outlet
louis vuitton
cheap jordans
nike air max uk
coach outlet canada
fitflop shoes
replica rolex watches
louis vuitton outlet online
true religion outlet store
air jordan shoes
nfl jerseys wholesale
cheap oakley sunglasses
concords 11

2:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home