sunnudagur, september 04, 2005

Kveðjupartýið.

Nú eru flutningarnir til Lundúna að verða raunverulegri og raunverulegri með hverjum deginum. Ekkert aktúelt hefur gerst í pökkunarmálum, en þó er smá skipulagning á því hver passar hvaða húsgögn farin í gang. En til þess að hafa forgangröðina rétta þá efndum við hjónaleysin til síðasta Boðagrandafjöguríbúðþrjúhundruðogtvö partýsins til að kveðja vini.

Partýið byrjaði rólega en þegar leið á kvöldið voru allflestir á dansgólfinu í brjálaðri sveiflu (Egill á hvaða dansnámskeiði fórst þú?) í takt við stuðtónlist ala Victoria sem er bytheway á lausu. Guðný Nielsen hefur vafalaust náð að festa þetta allt á filmu og bíð ég spennt eftir að sjá myndirnar. Við rétt náðum að syngja afmælissönginn hennar Krunku sem átti 25 ára afmæli. Sverrir kom með óvænt útspil og Ragna með leyndan glaðning sem mér finnst prívat og persónulega að fleiri ættu að fá að njóta ; )

Mikið á ég nú eftir að sakna allra.

2 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Ég set myndirnar á netið innan skamms. Við tókum held ég þrjúhundruð... þó með misgóð kvalití og módelin með misgóðar pósur.
Takk fyrir frábært partý :D

10:34 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

ÞRHJÚHUNDRUÐ!!! Vó snilldarframmistaða...snilldarframmistaða.

10:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home