laugardagur, ágúst 20, 2005

Cleaning out of my closet

Lundúnaför nálgast og ég þarf að fara að sortera, henda og pakka niður fataskápnum mínum. Ég er að reyna að koma Kjartani í skilning um það að sum föt þurfi maður að eiga þó að maður fari aldrei í þau. Um daginn þurfti ég að rölta niður í geymslu til að ná í dót en kom með haug af fötum til baka, ég hef samt ekki enn farið í þau.

Einu sinni bjó ég í London í tvö sumur fyrir 9 árum. Þá var ég yngri og vitrari. Þá gekk allt út á það að lágmarka kostnað við allt annað en föt, enda á þeim aldri er mjög blóðugt að eyða peningum í sjálfsagða hluti eins og klósettpappír. Fatarinnkaupin mín fóru einna helst fram á Portabello markaði þar var hægt að gramsa og finna alskyns flíkur og prútta. Þó að ég fari aldrei í þessi föt núna þá hef ég bundist þeim tilfinningalegum böndum og meika ekki að henda þeim.

Einu sinni kom Sif að heimsækja mig ásamt fjölskyldu sinni. Við stálumst til að fara tvær saman á markaðinn en enduðum einhverra hluta vegna í brúðarkjólamátunarklefa í M&S. Ég var ekki kaþólskari en það að við lugum að búðarkonunni um að móðir hennar væri á spítala og við þyrftum endilega að fá að taka mynd af henni og sýna fársjúkri móðurinni. Búðarkonan harðbannaði okkur það. Hún hafði greinilega líka séð þetta sama trix í Muriels Wedding. Sem betur fer var mátunarklefinn nógu stór til þess að við gátum stolist til þess að taka mynd ég í einu horninu og Sif í hinu. Grínlaust, ætli mátunarklefinn sé ekki jafn stór og boxið okkar Kjartans í London.

5 Innlegg:

Blogger Gudny sagði...

heheheheh... góðar ;)

7:01 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

I got some skeletons in my closet
and I don't know if no one knows it
So before they thrown me inside my coffin and close it I'ma expose it (MinM)

Veit Kjartan ekki hvursu hættulegt það er að taka ekki til í skápnum sínum???

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þetta væri nú viðeigandi jarðarfaralag

3:47 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

skal rappa ef þú ert að spá í að ferðast yfir í hinn heiminn bráðum herra/fröken anonymous

3:55 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Nei en hann á eftir að komast að því. Mín bara á fullu í rappinu.

,,komdu og skoðaðu í kistuna mína...af kössum og handröðum á ég þar nóg" er einnig oft vinsælt fröken/herra anonymous.

9:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home