miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Norsk ukeblad

Í dag áskotnaðist mér norskt vikublað (no. Norsk Ukeblad) Kjartani til mikillar skelfingar. Ég gerðist svo kræf að læða því með matarinnkaupunum, kannski illa gert. Efnisinnihald blaðsins var ekki beint það sem ég var að sækjast eftir heldur ætla ég að setja mig inn í norskuna þar sem ég er að fara til Noregs um miðjan september.

Ég á nefnilega fjölskyldu í Noregi. Fjölskyldan mín er ,,Dallas". Ég á tvær hálfsystur og fjögur systrabörn í Noregi. Ég hef aldrei hitt systrabörnin mín og það elsta er 14 ára. Það er eitthvað hálf lélegt að vera tante Sylvía og tala bara á ensku/látbragð við börnin. Þess vegna keypti ,,ég” eitt stykki norsk ukeblad.

Nú get ég rætt við börnin um bæði matar og prjónauppskriftir og sagt þeim rómantískar og dramantískar noveller, en þær eru aðal uppistöðuefni blaðsins. Þá hugsa þau þegar þau verða stór og lenda í ástarsorg ,, æ best að hringja í tante Sylvíu hún veit allt um þau mál”. Eins gott að eiga þá nokkur norsk ukeblod við hendina þegar sú tíð kemur.

Jæja, hefst nú lesturinn.

4 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bíð spennt eftir einni góðri prjónauppskrift frá þér. Á hverju ætlar þú að byrja? God lykke!

1:03 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Skal senda þér eina paa norsk... ef þú þorir að koma út í dagsljósið og segja hver þú ert.

1:12 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Hahahaha :D
Við gætum haft næstu Saumavél á norsku, skiptum milli okkar línunum úr prjóna-sectioni blaðsins!!

4:10 e.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Hvað er þetta með nafnlaus komment á þessari síðu? Fer að verða smeykur um að fólk óttist að vera bendlað við lestur hennar.

Ekki byrjar það vel.

4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home