föstudagur, ágúst 12, 2005

Bobby McFerrin

Þeir sem þekkja til símhringingarinnar minnar hafa heyrt að ... Dont worry be happy... er búin að vera hringingin mín í rúmt ár. Nú fékk ég loksins tækifæri til að fara á tónleika með manninum. Hann hafði mjög loose og afslappaða sviðsframkomu. Lögin hans voru líka mjög flott. Það er ótrúlegt hvernig maður getur sungið allan tónstigann.

Hann var búin að flytja nokkur lög þar sem hann sló taktinn á bringuna og söng um leið. Þá tók hann upp úr því að fara út í sal og biðja fólk um að syngja með sér. Hann bókstaflega klifraði á milli sætaraða og bað fólk að syngja bara eitthvað sem því dytti í hug. Úff, þá var ég fegin að vera aftarlega í salnum. Ég fékk svona aumingjahroll niður eftir bakinu - fullur salur af fólki í Háskólabíóm, -söngsnillingur búinn að hita upp og syngja frábærlega vel og svo á maður sjálfur bara að taka lagið algjörlega óundirbúinn. Býst við að þeim í salnum með sönghæfileika hafi liðið vel og vonast til að vera teknir upp en... söngurinn hefur nú aldrei verið minn sterkasti leikur.

Þarna rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fór í raddpróf (nota bene ekki inntökupróf því það komust allir inn) í barnaskólakór og var vinsamlegast beðin um að vera ekkert að mæta að því að ég væri tónvillt. Get þó huggað mig við að það vera soldið villt.

Bobby fær samt 4 stjörnur fyrir góða tónleika.

0 Innlegg:

Skrifa ummæli

<< Home