þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Likaminn fyrir lifið.

Stundum held ég að ég geti allt. Það hefur oftar en ekki komið sér vel og ekki vildi ég vera án þessarar hugsunar. Ef ég lít á undanfarna mánuði þá hefur þetta komið sér vel. Það fer ekki nokkur heilvita maður upp á Hvannadalshnjúk í splunkunýjum gönguskóm umkringd fjallageitum í slökkviliðsmannaformi. Né kenna heilli slökkviðsstöð jógastellingar á borð við hundinn og lotus. Hvað þá að taka þátt í róðrakeppni á sjómannadaginn hafandi aldrei stigið upp í róðrabát. Reyndar með úrvalssliði.

Fyrir ca tveimur mánuðum fékk ég þá hugdettu í höfuðið að ná þrekprófi slökkviliðsins. Það er ekki forsvaranlegt að æfa ekki með þennan fantafína tækjasal í kjallaranum í vinnunni. En ég hef sem sagt mætt á hverjum degi í hádeginu í yfir 6 vikur. Það finnst mér slattamikið.

Daginn sem ég og Margrét hófum lyftingaprógrammið vorum við eitthvað að ræða það hvernig slökkviliðsmannaprófið færi fram. Við fengum kynningu á tækinu frá íþróttaþjálfara slökkviliðsins. Hann tjáði okkur einnig það að við gætum aldrei náð prófinu. Kannski var það viljandi en hann náði að minnsta kosti að espa upp keppnisskapið í okkur báðum. Okkur til mikillar furðu tók Svavar þetta til sín fyrir okkar hönd sem einnig var staddur í salnum.

Upp hófst allsherjar átak. Við lyftum og við lyftum og við borðuðum skyr og við lyftum undir stífri og dyggri leiðsögn Svavars sem kenndi í brjósti um okkur og gerðist einkaþjálfari okkar. Ég finn fyrir vöðvum og harðsperrum. Í dag tók ég prufupróf. Það gekk ekki vel. Átakið hefur ekki fært mig nær takmarkinu. Ekki finnst mér það nú hvetjandi.

5 Innlegg:

Blogger Sif sagði...

Raunhæfu markmiðin eru auðvitað alltaf langbest :)

8:23 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Jú ætli það ekki. Klisjurnar sigra að lokum...;)

9:24 f.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Eins og Maslow kallinn sagð´alltaf: "Þörfin á að rækta sjálfið (og vil ég meina að hann hafi þ.á.m. meint vöðvana) er undirstaða hvatningar til breytinga!"

11:14 f.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Þetta blogg á eftir að verða öllum þeim sem nenna ekki í ræktina hvatning til að hætta því algerlega.

11:32 f.h.  
Blogger شركة مكافحة حشرات بالرياض sagði...

شركة مكافحة حشرات بابها

شركة مكافحة حشرات بابها

مكافحة حشرات بنجران

مكافحة حشرات بنجران

شركة مكافحة حشرات بجازان

شركة مكافحة حشرات بجازان

مكافحة حشرات بخميس مشيط

مكافحة حشرات بخميس مشيط

2:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home