fimmtudagur, september 01, 2005

Við Íslendingar.

,,Við Íslendingar“ er orðasamband sem ég vil helst ekki heyra. Mér líkar ekki þegar fólk setur fram eigin skoðanir eins og þær séu settar fram í umboði þjóðarinnar allrar. Það er óneitanlega mjög landsföðurlegt samt.

Eitthvað virðist kveða meira að þessum tjáningarmáta á Íslandi en annars staðar. ,,We the British“ á til dæmis ekki roð í ,,Við Íslendingar í“ Google-bardaga (www.googlefight.com). ,,We the British“ nær alls 5.190 niðurstöðum. ,,Við Íslendingar“ nær hins vegar 14.200.

Til gamans má geta að fyrstu síðurnar sem koma upp ef leitað er eftir,,Við Íslendingar” eru síður Stjórnarráðsins og pólitískra samtaka.

,,Landkynning“ er ljótt orð og leiðinlegt. Orðið hljómar eins og góð og skemmtileg umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum. Raunveruleg merking orðsins er hins vegar ,,smáþjóðakomplex“.

,,Átthagafjötrar“ eru held ég séríslenskt orð. Man ekki eftir svipuðu orði í neinu öðru tungumáli.

5 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Google-bardagi morgunsins fór svo:

Kjartan - 320,000 results
Guðný - 3,740,000 results

Lúúúser!

10:10 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Sylvia - 7,280,000

Rúúúúúst!

10:47 f.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Ég þakka bara fyrir að þú tókst ekki Nielsen vs. Björgvinsson.

10:51 f.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Gerði erfiða tilraun til þess að bæta sjálfstraustið þitt í gúggulfætinum.
Ég setti Bjögvinsson vs. Geirsson, Hróðmarsson, Ásólfsson, Lýðsson og Svansson. Ég var við það að gefast upp þegar...

Þú vannst "Efemíusarson" 34:0

Til hamingju Kjartan!!! Sigurvegarinn þinn :D

11:18 f.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Afsakið hlé Sylvía.
Það er bannað að stafa nafnið sitt með international-bókstöfum, bara til að fá fleiri results...
Gjörasvo vel að gera þetta aftur!

2:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home