laugardagur, október 01, 2005

Skólinn að byrja.

Þá er ég búin að fá kynningu frá skólanum og minn persónulega tutor. Tutorinn minn er algjört krútt svona heldri maður frá Indlandi. “Freshes fair” hátíð skólans var svo í fullum gangi. Hún gengur út á það að öll skólafélögin kynna sig og reyna að lokka nemendur til sín. Ég skráði mig m.a. í fótboltafélagið, þróunarfélagið, konur í viðskiptum, frumkvöðlafélagið og svo lengi mætti telja.

Ég bjóst við velkomin í námið þið völduð rétt ræðu svona til að byrja með en kynning hjá deildinni hófst á því að námið yrði stíft og við ættum ekki að taka jólafrí né langt páskafrí. Það lítur þá allt út fyrir það að nýja árinu verði fagnað hér í lundúnaborg.

Við Kjartan erum að komast inn í bresku stemminguna. Tvo síðustu morgna var það beikon og egg í morgunmat. Ég sá póstkort sem ætti við að senda okkur hingað í boxið sem á stóð: You want breakfast in bed? Then sleep in the kitchen.

1 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Ekkert rodrarfelag???

9:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home