þriðjudagur, október 11, 2005

Knattspyrnuæfing.



,,My name is Rafiki Zuluman Yrambambalele, but people call my Zimba. Because I am from Zimbabwe.”

Zimba er hafsentinn í skólaliði LSE í knattspyrnu þar sem ég fór á æfingu um daginn. Zimba hefur kynningu sína á að lýsa í fáum orðum aðdraganda veru sinnar í skólanum.

,,I played football very much in high school but I studied hard to get a scholarship so I could come here. Because of that I could not play football. Now I am here, so I am playing football again.”

Þrátt fyrir að mér finnist almennt skemmtilegra að hlaupa um grænar grundir knattspyrnuvallarins stóð ég í marki þennan dag. Þessi staða mín er að mestu afleiðing blinds metnaðar míns sem knattspyrnumanns.

Skömmu eftir komu mína hingað fékk þá flugu í höfuðið að það skipti verulegu máli að ég kæmist í aðallið skólans í knattspyrnu. Hvers vegna veit ég ekki. Þar sem ég hafði nú einu sinni leikið í marki í yngri flokkunum var markvarsla hins vegar ekki svo galin í þessu skyni.

Frammistaða mín þennan daginn var því miður á þann veg að nærveru minnar var óskað á frekari æfingum. Reyndar fannst mér eftirspurnin eftir henni fullmikil ef eitthvað var. Til að skýra það nánar tekur ferðin á æfingasvæðið hálfan annan tíma hvora leið. Æfingar eru fjórum sinnum í viku, og hver æfing stendur aldrei skemur en tvær klukkustundir.

Vegna lítilla undirtekta minna ákvað sérlegur formaður knattspyrnufélags skólans að taka að sér það vanþakkláta hlutverk að lýsa kostum aðildar fyrir mér. Þar á meðal voru tíð bjórkvöld, auðvelt aðgengi að busastelpum og svo hápunktur ársins – sem að mér skilst – felst í því að heimsækja einhvern grandlausan smábæ á Spáni, drekka stanslaust þar í 7 daga og skilja við allt í kaldakoli.

Ræða formannsins gerði það að verkum að gömul meiðsli hjá mér tóku sig upp. Ég á ekki eftir að sjá á eftir þessum félagsskap – nema auðvitað Zimba.

1 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Tessi mynd var POTTTETT tekin a indverskum leikvangi!!!
Muu-kvedjur :)

5:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home