sunnudagur, október 09, 2005

Nú andar suðrið….



Vikan sem leið staðfesti það sem ég óttaðist mest. Nám mitt hérna verður vinna. Mikil vinna.

Ef ég þekki sjálfan mig rétt á meðfædd og ólæknandi samviskusemi mín örugglega eftir glepja mig frá ótal merkilegri hlutum en náminu á komandi vetri. Um merkilegri hluti læt ég nægja að vísa hingað.

Ákvað engu að síður að fagna þessum áfanga á þroskaferli mínum með viðeigandi hætti. Á föstudagskvöldið fórum við Árni til fundar við þennan mann og sáum hann fara á kostum í hlutverkinu sem Tom Cruise lék í A Few Good Men. Gott réttardrama fyrir okkur lögfræðinganna.

Laugardagskvöldið fórum við Sylvía síðan að sjá óperuna Maskerade í boði Konunglegu óperunnar hér í næsta nágrenni við okkur. Sýningin var töluvert fyrir augað en kannski ekkert svo mikið fyrir eyrað. Þegar óperur eiga hluta er reynsla mín yfirleitt á hinn veginn.

Í dag var svo farið á Brick Lane. Þar stóð yfir ráðstefna áhugamanna um húðflúr. Nokkru ofar í götunni hittum við fyrir mann sem stóð þar með kind í tjóðri. Það er ekki algeng sjón hér í stórborginni.