sunnudagur, október 30, 2005

Valkvíði



Ef ég lít aðeins tilbaka, svona þrjár vikur, þá þjáðist ég af óttarlegum valkvíða þegar ég byrjaði í skólanum. Valkvíðinn einkenndist fyrst og fremst af því hvaða kúrsa ég ætti að velja. Ég hafði enga undankomu leið aðra en að velja visst marga kúrsa sem gáfu visst margar einingar, víst ég var nú komin hingað á annað borð.

Ég var samt að velta því fyrir mér öðrum tegundum valkosta. Ég stend mig oft að því að rölta um bæinn og dást að fallegum flíkum og áhugaverðum bókum en geta ekki valið á milli þeirra. Stundum held ég að of margir valmöguleikar geri það að verkum að maður velji frekar ,,status quo” þ.e.a.s sleppi þessu bara.

Ég gleymi því aldrei þegar ég var eitt sinn með pabba og mömmu á ferðalagi um fyrrverandi Júgóslavíu. Við vorum uppiskroppa af sjampói og ákváðum að stoppa í verslun á leiðinni. Þegar við spurðum búðarkonuna um sjampó svaraði hún ,,kleine” eða ,,grosse” (einhverra hluta vegna var samskiptamátinn á þýsku) og við fjölskyldan gengum ánægð út með sjampóbrúsan okkar.

Um daginn fór ég hinsvegar í sjampóleiðangur hér í lundúnaborg. Það voru svo margar tegundir að ég nennti ekki að setja mig inn í þetta og ákvað að kaupa bara sjampóið seinna. – Kannski í annarri búð með færri valmöguleikum?

4 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Veistu, þetta er ástæðan fyrir því að ég gæti aldrei búið í London. Ég myndi nefninlega bara kaupa allt sem mér litist vel á til að sleppa við að þurfa að velja milli margra góðra kosta! Myndi enda með alla vega 12 sjampóbrúsa eftir fyrstu önnina og við skulum bara ekkert tala um fötin og bækurnar einu sinni!!! Ég dáist að þér fyrir að geta bara gengið fram hjá ... vona samt að það þýði ekki að þú ætlir að fara Hallgríms-leiðina umdeildu í hárþvotti!!!

6:14 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

HEHE... sem betur fer var minna úrval í Tesco... þannig að Hallgríms-leiðin var ekki farin að þessu sinni:) Hef samt heyrt að hárið verði fallegra eftir sem á líður ef Hallgríms-leiðin er farin.

9:36 e.h.  
Blogger Sif sagði...

en lyktin er ógurleg finnst mér...mig langar svo að koma í heimsókn....!

3:52 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Jahá kondu!!!! VEIVEI...

6:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home