miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Andófsmaður á hæðinni.

Á hæðinni okkar býr andófsmaður. Þennan mann hef ég aldrei séð. Sylvía hefur einu sinni rekist á hann. Samkvæmt henni er hann sennilega tyrkneskur.

Andófsmaður var algengt orð í Morgunblaðinu á 9. áratugnum. Þá voru reglulega birtar fréttir af því hvað andófsmaðurinn Sakharov eða andófsmaðurinn Solzhenitzyn væru að gera. Einhverra hluta vegna fannst mér þetta aldrei neitt sérstaklega fréttnæmt.

Orðið ,,andófsmaður er greinilega” á undanhaldi í Morgunblaðinu. Síðastliðið ár hefur það til dæmis aðeins birst þrisvar í Morgunblaðinu. Á sama tíma 1988 hafði það birst í 56 greinum.

Andófsmaðurinn í International Hall hefur hingað til ekki beitt sér gegn stjórnmálaástandi, trúarbrögðum eða stríðsrekstri. Andóf hans ber hins vegar vitni um árekstur ólíkra menningarheima. Slíkir árekstrar geta greinilega ekki síður æst fólk upp en áðurnefnd fyrirbæri.

Andófsmaðurinn gerði vart við sig á fyrsta degi komu okkar. Þann dag nýtti hann sér rétt sinn samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum með því að hengja upp tilkynningu á ganginum sem innihélt eftirfarandi texta: ,,Stop cooking all that garlic!”. Svo mörg voru þau orð.

Skömmu eftir þetta birtist tilkynning frá yfirvöldum hér í International Hall á sama stað. Var íbúum þar bent á að hengja ekki upp tilkynningar á göngunum. Þess í stað ættu þeir að nota þar til gerða töflu í anddyrinu.

Eftir þetta spurðist lítið til andófsmannsins. Verður að viðurkennast að mér þótti þetta heldur snautlegt andóf, fyrst ekki þurfti meira til að kveða það í kútinn. Reyndar sá Sylvía einu sinni til andófsmannsins með Airwick úðabrúsa á lofti, dæsandi þungan yfir hvítlauksanganinni. Það var eins og hann hefði játað sig sigraðan.

Í gær sást hins vegar aftur lífsmark með andófsmanninum þegar á ganginum gat að líta þessa tilkynningu:



Andófsmaðurinn er greinilega hvergi nærri hættur.

6 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjóðið honum bara í mat.

6:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, ég meina einhver verður að taka það að sér að kynna manninn fyrir góðum mat!!!

6:05 e.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Vitum ekki alveg með matarboðið. Ég er alltaf smeykur við fólk sem notar þrjár upphrópanir í rituðu máli. Hvað þá ef það er gert tvisvar.

4:39 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Hahaha!
Eg myndi bara djoina inn, tad hlytur ad vera gaman ad vera svona andofsmadur!

En, eru tetta annars ekki Kinverja-nagrannarnir. Er ekki alltaf mikid um garrlikk i kinverskri matseld?

7:03 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Júú örugglega... allavegana er oft rosa góð matarlykt á ganginum. Milli þess sem að þau rífast greyin... kannski erum við bara ekki að skilja kínverskt hljómfall

1:09 e.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

jordan 12
cheap jordans
yeezy
zx flux
bape hoodie
air max 2019
curry shoes
kd 12 shoes
balenciaga shoes
birkin bag

9:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home