miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ekki að ég sé að kvarta….

En margt skilur maður nú betur eftir að hafa flutt hingað til Bretlands.

Ég skil til dæmis mun betur af hverju Bretinn kaus Möggu Thatcher á sínum tíma. Ég skil líka betur af hverju þeim er svona illa við hana núna. Hvort tveggja má líka segja um Tony Blair.

Best af öllu skil ég af hverju pönkið varð til í Bretlandi. Einhverjir hafa einfaldlega fengið nóg.

Hitt er mér hins vegar fyrirmunað að skilja að öll þjóðin skuli láta eins og England hafi unnið HM í fótbolta við það að vinna einn vináttulandsleik. Eina leiðin til að gera úrslitakeppni HM bærilega hérna næsta sumar er að Englendingar detti út snemma. Helst fyrir tilverknað Þjóðverja.

2 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega ótrúlega bilað að fara að monta sig af leik sem ekki skiptir fyrir það fyrsta neinu máli, í öðru lagi var spilamenska Englendinga undir einu Morgunblaðs M-i enda Argentínumenn miklu betri en Englendingar í fótbolta eins og allir vita, í þriðja lagi voru Argentínumenn rændir vítaspyrnu á síðustu mínútunni og Englendingum færð skyndisókn á silfurfati sem þeir ná að skora úr (engin ástæða fyrir Englendinga til að fárast yfir hendi guðs mikið lengur). En Englendingar eru greinilega veruleikafirrtir og trúa á að Rooney bjargi þeim úr öllum vandræðum. Þó að Manchester maður sé er Rooney ekki það góður enda væri Manchester þá væntanlega á toppnum ef þetta væri rétt.

3:53 e.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Ég myndi ekki heldur gráta þótt Argentínumenn slægju þá út. Annars eru þeir svo komplexeraðir greyin að þeir eru ennþá að borga sig inn í London til að horfa á úrslitaleikinn frá 1966 á breiðtjaldi.

Við ættum kannski að reyna þetta með okkar HM-titili í bridds?

9:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home