sunnudagur, nóvember 20, 2005

Fótbolti

Ég skellti mér í fótbolta á miðvikudagskvöld. Liðið samanstóð af allra þjóða kvikindum þar á meðal voru fulltrúar frá New York, Nígeríu, Cayman-Eyjum, Kaliforníu, Íslandi, Mauritíus, Indonesíu og Bretlandi. Alþjóðlegra liði hef ég aldrei spilað með áður. Þetta var vináttuleikur á milli WFC LSE og einhvers strákaliðs. Þegar við vorum á leiðinni að keppnistað spurði Nígería: Afhverju vilja þeir spila við stelpur? New York svarar: Annaðhvort eru þeir 1) feitir og latir og þjálfarinn þeirra vill hvetja þá til að taka sig á eða 2) Þá vantar “Ego-búst” .

Þeir voru ekki feitir, veit ekki um leti en við unnum þá 8-6.

4 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hver er boðskapur sögunnar? Eru konur burt séð hvaðan þær eru búnar að fallast á það að karlmenn séu betri í fótbolta? Þarf það endilega að vera? Vissulega er hefðin sterkari fyrir drengjabolta og magnið eftir því. Ég meina 1 kvennalið á móti 8 karlaliðum. Það þarf nú engan stærðfræðing til þess að sjá það að líkurnar á góðum leikmanni eru töluvert meiri í 80 manna hópi en 10 manna!!!

5:04 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

Til hamingju með sigurinn. :) Þú varst alltaf svo góð í fótbolta þegar við spiluðum saman í frímínútunum í denn.
ps. djöfull eru comment frá þeim sem ekki vilja segja til nafns óþolandi!

10:46 f.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Ég þakka Hrafnhildi fyrir kommentið. Ég læt það verða mér tilefni til hvetja alla þá sem vilja leggja eitthvað til málanna að segja til nafns. Hitt gæti vakið með manni ofsóknarkennd á slæmum degi.

3:30 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já í þá gömlu góðu daga!!!

Setur fólk anonymous af því að það þekkir mann ekki og nafnið myndi hvort eð er ekki skipta máli... eða af því að þeir þekkja mann en þora ekki að standa og falla með sinni skoðun???

5:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home