mánudagur, desember 05, 2005

Maður dagsins



Maður dagsins er David Davis. Ástæðan fyrir því er sú að á morgun verður tilkynnt um siguvegara í formannskjöri Breska íhaldflokssins. Í þeirri vinsældakosningu mun Davis bíða afgerandi ósigur. Fjölmiðlar munu þá kalla hann mann gærdagsins. Samkvæmt því er hann því maður dagsins í dag.

Um stefnumál David Davis veit ég aðeins tvennt. Í fyrsta lagi ætlar hann að lækka skatta.
Þetta er sígilt kosningaloforð sem auðvelt er að skjóta sér á bak við með vísan til efnahagssástandsins þegar kemur að efndum.

David Davis hefur hins vegar tekið þetta lengra: Hann ætlar að lækka skatta algerlega óháð því hvert efnahagssástandið verður ef hann kemst til valda.

Hitt atriðið sem ég veit um stefnu Davis er að hann ætlar að afnema hina svokölluðu mannréttindalöggöf sem Blair & co settu fyrir nokkrum árum. Þessi löggjöf er eitt af því fáa sem flestir eru sammála um að Blair hafi gert vel í stjórnartíð sinni.

Um daginn var viðtal við konu David Davis í Daily Mail. Efnislega hljóðaði það svona:

Frú Davis sér ekki mikið af manninum sínum heima. Hún viðurkenndi jafnframt að þá sjaldan Hr. Davis væri heima þá töluðust þau hjónin mest lítið við. Kvað hún bónda sinn mestmegnis hanga í símanum þann tíma. Ef ekki þá væri hann að horfa á hasarmyndir.

Væntanlega verða Blair og félagar þeir sem mest munu bölva ósigri Davis á morgun. Þeir eru varla hræddir við andstæðing sem sem ekki getur einni sinni fengið konuna sína til að kjósa sig.

3 Innlegg:

Blogger Thóra sagði...

lol! Bresk stjórnmál eru svo skemmtileg, leitt að hafa verið svo busy að ég hef eiginlega ekkert fylgst með... en hins vegar var ég vel með á nótunum í kosningunum... Samt spurning: er ekki alveg sama hver vinnur kosningarnar hjá Íhaldinu? Hvað er langt síðan formaður þar var heilt kjörtímabil?! ;)

7:47 e.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Hvort þau eru. Fór og hlustaði á George Galloway um daginn. Það er sennilega ein fyndnasta uppákoma sem ég hef verið á. George var fyrr en varði farinn að rífast við fólk í salnum og dró hvergi af sér í orðasennunni.

Ég held nú samt að Íhaldið hérna geti glaðst töluvert með Cameron. Hann kemur vel fyrir og er ekki að slá um sig með brjáluðum hugmyndum eins og að vera á móti innflytjendum.

4:58 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730
pandora jewelry
off white nike
ugg boots uk
moncler jackets
nike presto
jordans
louboutin outlet
giuseppe zanotti
christian louboutin shoes
yeezy shoes









1:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home