þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Bíræfni…


Náði nýjum og óþekktum hæðum þegar við Sylvía mættum ungum manni fyrir framan leiði óþekkta hermannsins í London.

Maðurinn stóð niðurlútur og horfði á blómin á leiðinu. Það var eins og hann væri að syrgja eða votta föllnum hermönnum virðingu sína.

Að svo búnu hrifsaði hann fallegasta vöndinn og fór af vettvangi.

Í réttlátum heimi myndi kærastan hans örugglega komast að því um síðir hvaðan vöndurinn væri.

Ég skal veðja tíu pundum á að hún sé núna alsæl með hinn hugulsama kærasta og vöndinn sem hann kom færandi hendi með á leið sinni heim af barnum.