þriðjudagur, janúar 10, 2006

Næst á dagskrá.


Uppáhaldsjónvarpsþátturinn minn er í svipuðum anda og Innlit-Útlit. Hann snýst í stuttu máli um það að umsjónarmaður þáttarins fer í heimsókn hjá þjóðþekktu fólki röltir um heimili þess og spyr það úti í hluti sem fyrir augu ber.

Í konseptinu er þó einn mikilvægur útúrdúr. Þátturinn einskorðast við þjóðþekkt fólk sem lætur til sín taka á menningarsviðinu og hefur einstakt lag á að tala niður til fólks með því einu að opinbera skoðanir sínar. Hitt tvistið kemur í ljós þegar umsjónarmaðurinn gengur til stofu, rennir augunum yfir bækurnar og spyr:

,,Þú ert mikill bókamaður?”

Gestgjafi: ,,Já. Á mínu heimili var nú sagt að það væru tvenns konar háskólapróf sem menn tækju. Í fyrsta lagi væri þar um að ræða hið hefðbundna. Hitt væri að hafa lesið Laxness?”

Umsjónarmaður: ,,Þannig að þú ert mikill Laxnessmaður?”

Gestgjafi: ,,Já, mikil ósköp.”

Þegar hér er komið sögu skiptir umsjónarmaðurinn hins vegar algerlega um ham. Í stað hlédræga gestsins birtist skyndilega ofur-kvindislegur menntaskólakennari sem hefst óðar handa við að hlýða gestgjafanum rækilega yfir um hin og þessi atriði tengd Laxness. (Dósahlátur heyrist í hvert skipti sem gestgjafinn svarar rangt).

Áður en yfir lýkur verður öllum áhorfendum ljóst að þessi mikli áhugi gestgjafans á Laxness er fyrst og fremst í þykjustunni.

Það er vonum seinna að þessi uppáhaldsþáttur minn birtist á öldum ljósvakans. Hugmyndin er hér með opinberuð til frjálsra afnota ef einhver kærir sig um.

5 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Eg vaeri til i ad sja tig sem gestgjafann... er reyndar viss um ad tu myndir Laxnessa menntaskolakennarann i kaf!

8:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég myndi taka þetta verkefni að mér ef ég væri ekki svona fjandi illa að mér í Laxness sjálf!!!

11:55 f.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Mér finnst þetta gott orðatiltæki, ,,að Laxnessa einhvern".

Í stað þess að segja ,,You have been punked!" við gestgjafann væri hægt að segja: ,,Þú hefur verið Laxnessaður!" Síðastnefnda setningin gæti verið heitið á þættinum.

Þetta þyrfti líka ekki endilega að vera um Laxness. Þannig gæti Guðrún Lára lokkað gestgjafann í að lýsa yfir einstöku dálæti á platónskum heitmanni hennar Hannesi Hafsteini. Það myndi enginn eiga roð í hana þar...

8:14 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Eg myndi endilega vilja fa ad taka tatt i tessari framleidslu. Hljomar oskaplega spennadi :)

9:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Reyndar veit ég því miður enn svo hræðilega lítið um Hannes Hafstein!!! Verð vonandi komin betur á veg með þetta eftir einhverja mánuði.
Ég þekki hins vegar allnokkra Laxness-spekúlanta sem gætu kannski tekið verkefnið að sér!

9:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home