mánudagur, janúar 02, 2006

Tíu daga dekurstund í faðmi fjölskyldu og vina

Stefnan er tekin á boxið kl 7:30 í fyrramálið. Þó svo að dagarnir á Íslandi hafa verið töluvert styttri en í Lundúnum þá voru hátíðarnar
góðar og eftirminnilegar. Við hjónaleysin mættum á Hlakkandanum (22.des) og á móti okkur tók gamla rúmið okkar í herbergi Gvara. Gvari hefur
þann einstaka hæfileika þegar kemur að því að búa til svefnstað og nýttum við hann oft á tíðum of vel með tilheyrandi samviskubiti.
Því þrátt fyrir að hátíð ljóss of friðar hafi gengið í garð þá áttum við námsmennirnir nokkur verkefni á herðunum sem ekki náðust að
klára fyrir Íslandsför.

Ekki spillti það nú fyrir dvölinni þær kræsingar sem við hjónaleysin vorum boðin í. Máltíðum og matarhæfileikum tengdó verður
sárt saknað í boxinu ásamt tilþrifum Manna og Þóru í eldhúsinu. Ætli það sé tilviljun að þau Manni og Þóra séu fædd á sama degi.
Ekki kæmi það á óvart að einhver matarguðinn vaki yfir 1. des. Svo er alltaf gott að hitta Mömmu og Pabba.

Laila og Manni slógu svo til og trúlofuðust á nýju tungli á gamlársdag.

2 Innlegg:

Blogger Sif sagði...

búin að bóka flug, komum 1.feb til 5. feb...mig vantar hótel....hjálp!!!!

3:39 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

YESSNESS... Við reddum hóteli...Hlaka mega til að sjá þig...þetta verður fjör. Núna þarf Marc og Spencer að fara að passa sig

10:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home