laugardagur, janúar 07, 2006

Upplýsingar.


,,Ingólfur Guðmundsson, Ingólfur Guðmundsson– er vinsamlega beðinn um að koma upp að upplýsingum”.

Slíkar tilkynningar vöktu óskipta athygli átta ára huga míns í Hagkaupi í Skeifunni í gamla daga. Röddin hljómaði að ofan rétt eins og maður ímyndaði sér rödd Guðs almáttugs tala til mannanna í Gamla Testamentinu. Skilaboðin voru líka alltaf þau sömu: Einhver einn einstaklingur hafði verið útvalinn. Nærveru hans var óskað við borðið þar sem orðið ,,Upplýsingar” stóð stórum stöfum.

Í kjölfar endurkomu okkar hjónaleysa til Bretlands hef ég setið við og velt fyrir mér hugtakinu upplýsingar á nýjan leik. Að þessu sinni er það þó í sambandi við námið og fyrirhuguð ritgerðarskrif. Ég er að basla við að hugsa upp rannsóknarspurningu í tengslum við rétt almennings til upplýsinga í Evrópusambandinu.

Hugmyndin að baki því að allir eigi rétt til upplýsinga um það sem sambandið og stofnanir þess eru að gera gengur út frá því að slíkur réttur veiti starfsmönnum aukið aðhald og hvetji til heiðarlegri og vandaðri vinnubragða.

Í Bretlandi er ár síðan lög um rétt almennings til upplýsinga tóku gildi. Fjölmiðlamenn hafa verið býsna duglegir við að nýta sér þessi lög. Þekktasta dæmið um áhrif laganna er líklega þegar blaðamaður einn eftir öllum leigubílanótum sem David McLetchie, leiðtogi skoska Íhaldsflokksins, hafði skilað inn frá 1999. Í ljós kom að McLetchie hafði árlega eytt meira en 200.000 krónum af fé skattborgaranna í leigubílakostnað síðan 1999. Þar sem McLetchie hafði um árabil lýst sjálfum sér sem eldheitum andstæðingi óráðsíu innan hins opinbera voru uppljóstranir þessar ekki beinlínis til þess fallnar að stuðla að frekari framgangi hans á vettvangi stjórnmálanna. Hann sagði af sér skömmu síðar.

Sú umræða stendur nú yfir hvort hugsanlega eigi að breyta þessum lögum. Ástæðan mun aðallega vera sú að lögin hafa mikið verið notuð til alls kyns prakkaraskapar gagnvart starfsmönnum hins opinbera. Til dæmis sendi forvitinn borgari fjármálaráðuneytinu bréf ekki alls fyrir löngu þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hversu mikinn klósettpappír starfsmenn ráðuneytisins hefðu notað á ákveðnu tímabili. Þessu varð ráðuneytið að svara.

Um svipað leyti barst íþrótta- og menningarmálaráðuneytinu fyrirspurn um hversu miklu ráðuneytið hefði varið til kaupa á fæðubótarefnum frá 1997. Svarið við þeirri spurningu mun hafa verið ,,Nil pounds”.

Angela nokkur Wright, kona frá Hamsphire, sendi yfirvöldum erindi í maímánuði um að sér yrðu veittar upplýsingar um ókvænta karlmenn í sveitarfélaginu á aldrinum 35 til 49 ára sem bæru einkennisbúning við störf sín. Jafnframt óskaði hún eftir upplýsingum um laun þeirra, lífeyrisréttindi og heimilisföng.

Yfirvöld svöruðu erindi hennar á þann veg að í sveitarfélaginu væru alls 210 piparsveinar í einkennisbúningi. Vegna reglna um persónuvernd væri hins vegar ekki hægt að upplýsa um nöfn þeirra og heimilisföng.

Tony Blair var á sínum tíma helsti talsmaður laganna. Hermt er að eftir að forsætisráðuneytið neyddist til að láta af hendi alla gestalista Blairs, kostnað við utanlandsferðir og kostnað við förðun ráðherrans (menn verða að líta vel út fyrir framan myndavélarnar) hafi hrifning hans fyrir þessari lagabót dvínað nokkuð.

2 Innlegg:

Blogger Unknown sagði...

www0730

ralph lauren outlet
pandora charms
nike outlet
adidas nmd
louboutin shoes
nike huarache
canada goose outlet
pandora
saics running shoes
dsquared2








1:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hugmyndin að baki því að allir eigi rétt til upplýsinga um það sem sambandið og stofnanir þess eru að gera gengur út frá því að slíkur réttur veiti starfsmönnum aukið aðhald og hvetji til heiðarlegri og vandaðri vinnubragða.
stitched dresses for ladies online
stitched dresses sale

6:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home