þriðjudagur, janúar 17, 2006

Að ala upp sektarkenndina

Kaþólska kirkjan hefur löngum verið þekkt fyrir það að stimpla inn sektarkennd hjá sóknarbörnum sínum. Ég skildi sjálf ekki þegar ég fór í fyrstu Kaþólsku messuna afhverju hún hófst á bæninni ,,Mín sök, Mín mikla sök...” hvaða syndsamlega lífi lifði allt þetta fólk sem ég vissi ekki um. Seinna skildi ég bænina vel og fór með hana af einlægni í vikulegri hámessu. Ekki veit ég þó beinlínis hvað olli þessari óseðjandi sekt minni.

Í vikunni fór ég að rifja upp þær góðu stundir sem ég átti í Landakotskirkju og þá sérstaklega í tengslum við unglingafélagið Píló. Ég ákvað að nú væri tími til að skrifa bréf til þeirra þar sem mér þætti vænt um og hófst þá leit mín að netföngum á heimasíðu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Ekki fann ég netfangið sem ég leitaði að en álpaðist inn á myndasíður barnanna.

Ég man eftir því að sitja við hliðina á stelpu í sunnudagaskólanum, sem þá var á laugardögum, sem hafði mikla skoðun á því að vatn ætti í rauninni ekki að vera blátt og hún skildi ekki afhverju allir lituðu það blátt þegar það væri í rauninni glært. Ég hinsvegar tók bláa litinn í sátt en þótti afar leiðinlegt að lita andlit á fólki. Þótti andlitsliturinn eitthvað svo karakterslaus og tefjandi.

Þegar ég svo 15 árum seinna skoða myndasíðu barnanna þá eiga börnin að lita fóstur. Vegir kirkjunnar eru eins og alltaf órannsakanlegir en fóstur verður að teljast aðeins of mikill andlitslitur fyrir minn smekk.

4 Innlegg:

Blogger Unknown sagði...

Er ekki í lagi!?!
Að lita fóstur!!!

11:41 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Æjá, kaþólska kirkjan þrátt fyrir allt sem mér finnst hún hafa sér til ágætis er ekki alveg á hraðferð inní nútímasamfélagið og að láta börn lita fóstur, tja....hvernig öðruvísi geta þau haft áhrif á framtíðarfóstureyðingar?

7:28 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já Ragna þetta þurftum við að ganga í gegnum:) en það fylgdi texti með:

,,Ófætt barn

Guð segir: “Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig,
og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig.” (Jeremía 1:5)"

Já Krunka, er þetta ekki myndefni hjá leikskólum Reykjarvíkurborgar?

Ég gleymi samt aldrei fermingarfræðislunni sem við fórum í Sr. Patrekur sat fastur í því að útskýra hreinsunareldinn og við vorum allar á leið til helvítis.

Já, hvað væri hægt að gera til að hafa áhirf á framtíðarfóstureyðingar? Æi væri ekki nær að leyfa þó krökkunum að nálgast kynþroskaskeiðið áður en áróðurinn fer í gang.

7:34 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730


adidas superstar
skechers shoes
longchamp handbags
soccer shoes
christian louboutin sale
canada goose outlet
red bottom shoes
christian louboutin outlet
tn pas cher
ralph lauren outlet







1:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home