fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Vorboðinn ljúfi.


Vorboðinn ljúfi kom ekki í líki þrastar þetta árið heldur í mynd Sverris yngri bróður míns. Ég get víst ekki kallað hann litla bróður minn lengur með góðri samvisku þar sem hann hefur núorðið a.m.k. fimm sentimetra umfram mig.

Helgin byrjaði á því að við fórum öll í leikhús að sjá Woody Harrelson í verki Tennesse Williams “The Night of the Iguana.” Er fólki almennt ráðið frá því að heimsækja þá sýningu. Hr. Harrelson er fyrst og fremst gamanleikari og stendur engan veginn undir dramatíkinni í verkinu.

Leikhúsferðinni var hins vegar bjargað þar sem við bræðurnir stóðum fyrir utan leikhúsið og í flasið á okkur gekk Edward nokkur Norton. Norton gekk í sömu átt og við í átt að Piccadilly en tók síðan beygju inn um sviðsdyrnar á Lyric Theatre, væntanlega til að hitta félaga sem Harrelson sem lék á móti honum í The People vs. Larry Flint.

Þetta flokkast því líklega ekki hefðbundið ,,celeb-sighting”. Þetta var ,,celebs-bonding sighting.”

0 Innlegg:

Skrifa ummæli

<< Home