miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Skammstöfunin LSE.



Í skólanum gengur sú saga að skammstöfunin LSE hafi aðra og duldari merkingu en þá sem opinber er. Sú merking ku vera: ,,Let´s see Europe”.

Nemendur eru hins vegar varaðir við því að taka slíka skammstöfun of alvarlega. Í því skyni er til dæmis sögð sagan af bandaríska laganemanum sem tók próf í alþjóðlegum skattarétti.

Umræddur Bandaríkjamaður mun hafa skundað í prófsalinn af því sjálfsöryggi sem einkennir víðförla heimsborgara. Eftir að hafa sest niður við prófborðið tók hann við að fletta í 1000 bls. safni skattalaga og tvísköttunarsamninga sem menn máttu hafa meðferðis í prófinu.

Tíminn leið og bandaríski laganeminn fletti stöðugt hraðar í doðrantinum meðan hann skimaði yfir spurningarnar. Eftir drykklanga stund nam hann staðar í flettingunum og dæsti þannig að undir tók í prófsalnum: Jesús.

Nærstöddum mun hafa þótt þetta býsna undarlegt þar sem hvorki prófið né skattalagasafnið höfðu að geyma trúarlegar skírskotanir af neinu tagi. Að svo búnu gekk laganeminn út úr prófinu.

Við Sylvía höfum undanfarið verið að leggja drög að ákveðnu tilbrigði við skammstöfunina LSE. Í okkar huga hefur hún verið: ,,Let´s see Egypt.” Heimskir menn hafa hins vegar orðið til þess að Danir og Norðmenn í Mið-Austurlöndum hafa verið gerðir að sérstökum skotspæni heimskra manna í sömu löndum. Nú þarf maður líklega aðeins að doka við að sjá hver framvindan verður.

Ég hef annars mjög einfalda skoðun á þessu máli: Þeim sem stóðu að birtingu skopmyndanna er líklega best komið fyrir í öðru starfi en á fjölmiðli. Þeim sem hvetja til ofbeldisverka á grundvelli myndanna er hins vegar best komið fyrir bak við lás og slá.

3 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Fegin að heyra að þið ætlið að sjá til með ferðina!

Annars þakka ég kærlega fyrir mig og stelpurnar, það var alveg æðislegt að hitta ykkur í London, fara á söngleik, Sardoinn, bar o.fl. Þið eruð frábær!

Sif

7:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæll Kjartan

Veit ekki hversu miklar fréttir ykkur hafa borist af teiknimyndaskrifurum í Danmörku enda fara þeir flestir huldu höfði þessa dagana. Það sem stendur þó uppúr þessari umræðu hér í baunaveldi er að Rasmus Rasmussen lítur nú á alla múslima sem hryðjuverkamenn og ef ekki væri fyrir afar takmarkaða skotvopnaeign Dana mætti búast við ástandi eins og í Villta vestrinu hvenær sem er.
Eina liðið sem notið hefur góðs af þessu máli eru danskir þjóðernissinnar sem maka krókinn þessa dagana.

Kveðjur frá teiknimyndabaununum

8:04 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

air jordan
nike air max 95
nike basketball shoes
jordan shoes
yeezy
yeezy shoes
yeezy 500
hermes online
yeezy shoes
fila

11:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home