laugardagur, janúar 28, 2006

Ný hlið janúar.


Einhvern tíma sagði fúll og geðvondur Breti að að apríl væri grimmastur mánaða. Þetta var auðvitað fræg setning. Hún er svo gjörsamlega merkingarlaus að maður gæti haldið að hún væri ofurgáfuleg.

Ef apríl er grimmastur mánaða þá er janúar örugglega ærulausastur mánaða. Um daginn minnkaði orðstír mánaðarins enn þegar prófessor við Cardiff-háskóla lýsti því yfir að samkvæmt rannsóknum sínum væri 23. janúar mest niðurdrepandi dagur ársins.

Ég get alveg játað það að þessi janúar fór ekki vel af stað. Eftir aðstandendur þessarar síðu sneru hingað aftur frá Íslandi þurftu þau enn á ný að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að nám er vinna. Vinna er auðvitað sem slík ekki slæm. Hún er samt vissulega eitt af því sem gæta verður hófs í.

Á þriðjudaginn sem leið komu foreldrar mínir í heimsókn. Okkur hafði með klækjum tekist að véla þau aftur hingað í annað sinn á þremur mánuðum með því að gefa mömmu miða í óperuna í afmælisgjöf. Eftir komu þeirra hefur vegur janúar sannarlega farið vaxandi.

0 Innlegg:

Skrifa ummæli

<< Home