fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Á vellinum.


Síðdeginu var varið á besta mögulega hátt í London. Með ferð á völlinn. Leikurinn þennan dag á milli Arsenal og Bolton. Hið fyrrnefnda er eins og allir vita mitt lið hér í bæ. Færri vita hins vegar að fá lið, ef nokkur, vekja upp jafn-neikvæðar tilfinningar í mér og Bolton Wanderers.

Fyrstu 45 mínúturnar voru hrein kvöld og pína. Ég minnist þess einfaldlega ekki að hafa séð mína menn eins lélega nokkru sinni og akkúrat þarna. Seinni hálfleikurinn var töluvert skárri. Jafntefli með herkjum eru þó vægast sagt ekki draumaúrslit.

Ég ætla þó að leyfa mér að mæla með sæti 125 í röð K í efri hluta vestri stúkunnar á Highbury. Í næsta sæti situr nefnilega rithöfundurinn Nick Hornby. Hann er skemmtilegasti náungi. Líka á vellinum.

1 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Seinni hálfleikurinn var jafn góður hjá Arsenal eins og sá fyrri var slæmur. Bara ef að mörkin hefðu verið fleiri.

Wenger lýsir leiknum held ég manna best í leikskýrslu sinni:

We were 1-0 down against an experienced side on Saturday, who used all the tricks that are creeping into the English game now, but we showed character to come back.

4:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home