fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Heimsókna- og verkefnatími

Við náðum að lokka tengdó til okkar í byrjun mánaðarins með miðum í óperuna. Við spilltumst af dekri og lúxusmáltíðum milli þess sem ég skrifaði ritgerð og drakk kaffi í boxinu góða. Beint eftir ritgerðaskilin var svo stefnan tekin í Sheperds Bush á tónleika með Jose Gonzales. Ég fékk þessa tónleika í jólagjöf frá snillingunum Sverri og Gvara sem kynntu mig fyrir þessum frábæra söngvara.

Sif, Herborg og Sóley skelltu sér svo í helgarferð hingað. Dagskráin var stíf enda margt um að vera hér í Lundúnum. Að sjálfsögðu voru búðirnar heimsóttar og innhald þeirra skoðað af alúð. Svo svona til að monta okkur aðeins þá var farið í London Eye, Dalí sýningu, Aquarium, Science Museum, Circus Soleil, Spitalfields og vínsmökkun. Semsagt mottóið “work hard, play hard” tekið alvarlega. Því eftir að stelpurnar voru kvaddar með miklum söknuði tók næsta verkefni við. Umfjöllunarefnið var fóstureyðingarbann í Rúmeníu 1966 og því var skilað rétt áðan. Góð tilfinning!

Núna er Sverrir umræddur snillingur í lestinni á leiðinni til okkar í boxið – ekki slæmt!



Ég ætlaði að sýna ykkur fleiri myndir en næ þeim ekki út af símanum. En Sif með Joey húfuna verður sett inn leið og ég læri á þetta.

2 Innlegg:

Blogger Herborg sagði...

Hæ og hó frá Íslandi krakkar mínir ;) Takk aftur fyrir alla gestrisnina í London ;) þetta var alveg mögnuð ferð....hafið það sem allra best í boxed og látið vita hvernig fer með N.Y. ?? Heyrumst

7:38 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Hae hae saeti Burger... gaman ad fa thig. Lattus sja thig sem oftast.

Thu segir mer hvenaer eg a ad vippa mer aftur i Albert hall!!!

2:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home