fimmtudagur, febrúar 16, 2006

....og alvara.

Heimsóknin endaði á dramatískum nótum með ,,námsferð” okkar bræðra í Central Criminal Courts í London.

Reyndar hefði sú ferð orðið endaslepp ef Sylvía hefði ekki fórnað sér fyrir hópinn og geymt farsíma okkar allra: það varðar allt að tveggja ára fangelsi að fara með farsíma þangað inn. Svona er maður í góðri sambúð.

Við bræðurnir sáum lokaræðu verjanda fyrir framan kviðdóm í réttarhöldum yfir þremur mönnum sem ákærðir voru fyrir morð. Átakanlegast var þó að horfa upp á stelpuna sem sat í stiganum þar sem við komum inn og hágrét. Miðað við fréttir sama dag er ekki ólíklegt að hún sé sakborningurinn í þessu máli. Hún var örugglega ekki meira en 18 ára.

Stóri yngri bróðir minn fór síðan heim síðdegis sama dag. Hans verður sárt saknað eftir góðar og skemmtilegar samverustundir í stórborginni. Hér að neðan eru nokkrar fleiri myndir úr heimsókninni.



Myndin af ofan er umslag væntanlegrar plötu ,,DJ Nino - LIVE IN WESTMINSTER ABBEY".



Hér að neðan eru nokkrar myndir frá Spitalfields markaðinum: