fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Gaman...


,, Hvernig veit ég að Abu Hamza al-Masri er illmenni (Abu var nýlega dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka)? Jú, af því hann er með stóran járnkrók á hendi. Ef maður missir höndina á maður val um það sem maður fær í staðinn. Gott fólk velur huggulegu gervi plasthöndina. Vondir menn velja hins vegar járnkrókinn.”

Þannig hófst laugardagskvöldið á snilldarstaðnum Comedy Store, sem er uppistandsklúbbur í hjarta London. Með honum er eindregið mælt.

Ein skemmtilegasta sýningin í London er tvímælalaust The Producers í Drury Lane Theatre þangað var farið á mánudagskvöld. Við einu skal þó varað: Gestir eiga vafalaust eftir að fá lagið ,,Springtime with Hitler in Germany” á heilann. Það er ekki lag sem maður getur raulað með sjálfum sér úti á götu ef fólk hefur ekki séð sýninguna.