föstudagur, febrúar 17, 2006

Tíu hlutir sem gera lífið skemmilegra.

Í mínum huga hefur tímaritið Séð og heyrt aldrei staðið undir slagorði sínu um að gera lífið skemmtilegra. Hérna eru hins vegar nokkur atriði sem gera það ótvírætt.

1. Mannréttindareglur. Gaman að læra þær, ennþá skemmtilegra að beita þeim með árangri.

2. Að Árni (sjá nýjan hlekk) skuli vera búinn að útvega sér húsnæði. Sérstaklega af því að umrætt húsnæði er í sama húsi og við Sylvía: International Hall.

3. Að Óli komi í heimsókn næstu helgi ásamt Bjarti og Jóa.

4. Brúðkaup Fígarós í Royal Opera: Besta óperusýning sem ég hef séð og heyrt.

5. Kjúklingabringan á Christophers og bláberjakakan í eftirrétt. Aðeins fimm mínútur frá óperunni og á tilboði ef pantað er fyrir sýningu.

6. Tónlistarsíðan www.allofmp3.com. Rúmast algerlega innan fjárlaga námsmannsins.

7. Voyager Estate rauðvínið sem pabbi gaf okkur Sylvíu og við erum að drekka rétt í augnablikinu.

8. Sjónvarpsefnið sem Sverrir kom færandi hendi með til okkar.

9. Kaffi.

10. London, ef maður veit hvert maður vill fara.

1 Innlegg:

Blogger Herborg sagði...

Aðgerðargreinarfræðingur...úff hvað þetta var erfitt....les meira á morgun og commenta frekar..

2:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home