mánudagur, febrúar 27, 2006

Helgin.



,,Neither team wanted to win this, so they will have to feel satisfied with the point each. But for both sets of supporters this seemed rude reward for the money spent, the beer drunk, the greasy food ingested. Thank you to the 'whopping crowd of 26594' the stadium announcer crowed. But those who decide to turn up next time have the right to expect far better.”

Líklega segir það sitt um ágæti félagsskaparins sem ég var í á heimavelli Charlton síðastliðinn laugardag að ég skemmti mér hið besta á þessum leik. Og það án þess að rengja eitt einasta orð í lýsingu Jamie Jackson, blaðamanns The Guardian um þennan leik.

Það vildi svo heppilega til að með mér á vellinum voru þeir Óli, Bjartur og Jói sem komu hingað á föstudagskvöld. För þeirra hafði upphaflega verið heitið á stórleik Tottenham og Wigan. Þökk sé afspyrnuslöku gengi míns liðs í enska boltanum var þeim leik flýtt um viku. Í stað þess var farið á annan stórleik: Leik Charlton og Aston Villa.

Annars var þetta í alla staði einstaklega ljúf helgi. Ég ætla að vona að vikan framundan verði ekki erfið og leiðinleg í samanburði við helgina. Sylvía er að fara í ferðalag með deildinni sinni og ég þarf að skrifa sem aldrei fyrr.


Jói, Óli og Bjartur á góðri stund í leikslok.


Enginn okkar var nógu fantatískur Charlton-áhangandi til að ryðjast fram fyrir börnin og fá eiginhandaráritun hjá Chris Powell.