mánudagur, mars 06, 2006

Í sumarhúsi drottningarinnar

Förinni var heitið í Cumberland Lodge ekki svo langt frá Windsor kastala. Nú gafst skólafélögunum tækifæri til þess að kynnast almennilega og jafnramt ræða við kennara um notkun greinarinnar í þágu samfélagsins. Þetta eru einskonar góðgerðarsamtök sem lána hús drottingarinnar til þess að nemendur geti fræðst um þessi mál.


Hér var hópmynd smellt af göngugörpum sem gengu í kringum "Cow Pond". Nei ég er ekki stödd í Asíu ég er í London. Asíubúarnir skefla mig stundum sögum óbilandi aga og dugnaðar. Ég komst að því yfir Cumberland pulsum og djúpsteiktum rauðlauk að þeim er kennt að nudda augun í barnaskóla í 10 mínútur á dag - hina átta eru þau að lesa.


Hér sést Sindri Sigurjónsson stinga sér til sunds.


"The Long Walk" Nær frá hestinum góða að windsor kastala. Þessi leið er lengri en hún sýnist og fórum við Mohjid hana á met-tíma.


Því til staðfestingar fengum við að vera þess heiður aðnjótandi að smella af okkur mynd með þessum bresku herramönnum.


Þessi dádýrahjörð varð á vegi okkar. Mér leið eins og breskri hefðarfrú í heilsubótargöngu á leið í "Tea & biscuits".



Kennararnir gerðu ýmislegt til þess að hafa ofan af fyrir nemendum. Blásið var til Pub quiz og þessi sýndi töfrabrögð.